Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
Hugarburðarbolti EXTRA!
Innkastið - Rafmögnuð lokaumferð í Lengjunni
Útvarpsþátturinn - Skemmdarverk á íþrótt
Uppgjör og lið ársins í 4&5. deild
Leiðin úr Lengjunni: Þróttarar að toppa á réttum tíma og glórulaus ákvörðun hjá Grindavík
Hugarburðarbolti GW 3 Sturlaður loka gluggi í enska !
Enski boltinn - Öflugir Ungverjar, taugahrúgan Amorim og gluggadagur
Innkastið - Besti leikur tímabilsins og allt í járnum á toppnum
Uppbótartíminn - Ræðst allt saman á fimmtudaginn
Útvarpsþátturinn - Lag fyrir Blika og landsliðið strax í úrslitaleik
Turnar Segja Sögur: Danmörk 1992
Innkastið - Stundum hata ég fótbolta
Leiðin úr Lengjunni: Þórsarar stigu stórt skref og barátta um öll sæti
Hugarburðarbolti - Man Utd er í veseni
Enski boltinn - Bíómyndahandrit
Spenna í 2. deild, línur nokkuð skýrar í 4. deild og playoffs klár í 5. deild
Útvarpsþátturinn - Himnaríki Vestra og helvíti Vals
Ítalski boltinn - Upphitun fyrir tímabilið
Turnar Segja Sögur: Fc Risar vs Fc Dvergar
Hugarburðarbolti GW 1 Ballið er byrjað!
   lau 24. ágúst 2013 22:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Framararnir Hólmbert og Almarr í spjalli
„Ég hef heyrt frá mörgum að við séum líkir inni á vellinum, í hreyfingum og svona.
„Ég hef heyrt frá mörgum að við séum líkir inni á vellinum, í hreyfingum og svona."
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert Aron Friðjónsson og Almarr Ormarsson léku stórt hlutverk þegar Fram tryggði sér bikarmeistaratitilinn með sigri á Stjörnunni fyrir viku síðan.

Þeir voru gestir í útvarpsþætti Fótbolta.net í dag og má hlusta á viðtalið við þá í spilaranum hér að ofan.

Elvar Geir Magnússon og Viðar Guðjónsson tóku viðtalið en Viðar er fyrrum leikmaður Fram.

Meðal annars var rætt við Hólmbert um frammistöðu í hans í sumar og ástæðuna fyrir því að hann hafi sprungið út og farið að skora meira.

„Það hefur hjálpað manni að vera fremsti sóknarmaður. Ég tel mig vera meiri „stræker" en kantara. Ég hef þroskast mikið í þeirri stöðu. Ég þurfti að læra mikið en er búinn að drekka í mig upplýsingar. Ég held að það sé mín staða," segir Hólmbert.

Eftir að Ríkharður Daðason tók við Fram var Hólmbert gerður að fremsta manni en þeim tveimur hefur verið líkt saman.

„Ég hef heyrt frá mörgum að við séum líkir inni á vellinum, í hreyfingum og svona. Hann hefur komið með ýmis ráð varðandi hreyfingar í teignum og þannig lagað. Hann hefur hjálpað manni í þessu," segir Hólmbert en viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner