Hólmbert Aron Friðjónsson og Almarr Ormarsson léku stórt hlutverk þegar Fram tryggði sér bikarmeistaratitilinn með sigri á Stjörnunni fyrir viku síðan.
Þeir voru gestir í útvarpsþætti Fótbolta.net í dag og má hlusta á viðtalið við þá í spilaranum hér að ofan.
Þeir voru gestir í útvarpsþætti Fótbolta.net í dag og má hlusta á viðtalið við þá í spilaranum hér að ofan.
Elvar Geir Magnússon og Viðar Guðjónsson tóku viðtalið en Viðar er fyrrum leikmaður Fram.
Meðal annars var rætt við Hólmbert um frammistöðu í hans í sumar og ástæðuna fyrir því að hann hafi sprungið út og farið að skora meira.
„Það hefur hjálpað manni að vera fremsti sóknarmaður. Ég tel mig vera meiri „stræker" en kantara. Ég hef þroskast mikið í þeirri stöðu. Ég þurfti að læra mikið en er búinn að drekka í mig upplýsingar. Ég held að það sé mín staða," segir Hólmbert.
Eftir að Ríkharður Daðason tók við Fram var Hólmbert gerður að fremsta manni en þeim tveimur hefur verið líkt saman.
„Ég hef heyrt frá mörgum að við séum líkir inni á vellinum, í hreyfingum og svona. Hann hefur komið með ýmis ráð varðandi hreyfingar í teignum og þannig lagað. Hann hefur hjálpað manni í þessu," segir Hólmbert en viðtalið er í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir