Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. ágúst 2019 14:00
Ívan Guðjón Baldursson
Aubameyang: Erum með svipaða sóknarmenn og Liverpool
Mynd: Getty Images
Arsenal heimsækir Liverpool í enska boltanum í dag. Ljóst er að sóknarlína Liverpool er ein af þeim bestu í heimi um þessar mundir en Pierre-Emerick Aubameyang telur sóknarlínu Arsenal vera skammt undan.

Aubameyang hefur gert 43 mörk í 67 leikjum frá komu sinni til Arsenal og hefur myndað gott samstarf með Alexandre Lacazette. Fyrr í sumar bætti Arsenal svo félagsmet til að kaupa kantmanninn Nicolas Pepe sem fékk þó ekki að byrja fyrstu tvo úrvalsdeildarleikina.

„Liverpool spilar með þrjá frammi og gerir það mjög vel. Af hverju getum við það ekki líka? Ég held að við getum það," sagði Aubameyang við Sky Sports.

„Þetta verður erfiður leikur því þeir eru með ótrúlega góða sókn. Þeir keyra hratt á varnir og eru meðal bestu sóknartríóa í heimi.

„Ég sé margt svipað með framherjum liðanna. Við Pepe erum snöggir leikmenn eins og Mane og Salah á meðan Laca er leikmaður sem heldur boltanum vel og er mjög góður með löppunum eins og Firmino. Ég myndi segja að við séum með frekar svipaða sóknarmenn."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner