Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 24. ágúst 2019 20:41
Ívan Guðjón Baldursson
Belgía: Góður sigur Oostende - Lommel áfram í bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn í 2-1 sigri Oostende í efstu deild í Belgíu.

Oostende fékk Mechelen í heimsókn sem hefði getað komist á toppinn með sigri.

Staðan var markalaus í jöfnum leik allt þar til flóðgáttirnar opnuðust á 65. mínútu.

Fashion Sakala kom heimamönnum þá yfir jafnaði WIlliam Togui nokkrum mínútum síðar. Kevin van den Driessche var snöggur að svara og gerði sigurmark Oostende á 70. mínútu.

Liðið er með níu stig eftir fimm umferðir, einu stigi eftir Mechelen sem deilir toppsætinu með Club Brugge.

Oostende 2 - 1 KV Mechelen
1-0 Fashion Sakala ('65)
1-1 William Togui ('69)
2-1 Kevin van den Driessche ('70)

Roeselare, sem leikur undir stjórn Arnars Grétarssonar, féll úr belgíska bikarnum eftir 1-0 tap gegn Seraing.

Lommel, sem leikur undir stjórn Stefáns Gíslasonar, skoraði hins vegar fjögur í auðveldum sigri gegn Temse.

Kolbeinn Þórðarson er leikmaður Lommel. Bæði lið leika í belgísku B-deildinni.

Lommel SK 4 - 0 Temse

Seraing 1 - 0 KSV Roeselare
Athugasemdir
banner
banner
banner