Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 24. ágúst 2019 19:21
Ívan Guðjón Baldursson
Ian Jeffs: Vantar sóknargæði í liðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ian Jeffs mætti í viðtal eftir tap ÍBV gegn ÍA í Pepsi Max-deildinni í dag. ÍBV er fallið úr deildinni eftir tapið og mun því leika í Inkasso-deildinni næsta sumar.

Ian telur ekki mikinn gæðamun á ÍBV og öðrum liðum í deildinni, hann telur muninn aðeins liggja í sóknarleiknum.

„Tölurnar segja að við erum með sex stig og erum lang slakasta liðið í deildinni. Allir þessir leikir sem við erum að tapa eru naumir, það er ekkert lið sem er búið að rúlla yfir okkur og pakka okkur saman," sagði Jeffs.

„Við erum ekki langt frá hinum liðunum en mér finnst vanta í liðið sóknargæði almennt. Ég er ekki að tala um bara sóknarmenn, heldur sóknargæði. Það er munurinn á okkur og hinum liðunum í deildinni."

Ian var spurður út í eina mark ÍBV í leiknum sem Gary Martin skoraði með glæsilegu skoti. Enginn fagnaði markinu og sagði Víðir Þorvarðarson fyrirliði eftir leik að hann hafi verið ósáttur með viðbrögð manna.

„Ég veit ekki alveg hversu margir áhorfendur frá ÍBV voru að mæta á völlinn í dag en ég veit ekki. Það er erfitt að svara þessari spurningu því hann skoraði alveg glæsilegt mark þarna. Þetta er búið að vera erfitt og það tekur svolítið á að tapa aftur og aftur og aftur. Ég segi bara no comment."

Hann sagði að lokum að hann væri tilbúinn að skoða að halda áfram sem þjálfari ÍBV í Inkasso-deildinni.
Athugasemdir
banner