Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   lau 24. ágúst 2019 19:21
Ívan Guðjón Baldursson
Ian Jeffs: Vantar sóknargæði í liðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ian Jeffs mætti í viðtal eftir tap ÍBV gegn ÍA í Pepsi Max-deildinni í dag. ÍBV er fallið úr deildinni eftir tapið og mun því leika í Inkasso-deildinni næsta sumar.

Ian telur ekki mikinn gæðamun á ÍBV og öðrum liðum í deildinni, hann telur muninn aðeins liggja í sóknarleiknum.

„Tölurnar segja að við erum með sex stig og erum lang slakasta liðið í deildinni. Allir þessir leikir sem við erum að tapa eru naumir, það er ekkert lið sem er búið að rúlla yfir okkur og pakka okkur saman," sagði Jeffs.

„Við erum ekki langt frá hinum liðunum en mér finnst vanta í liðið sóknargæði almennt. Ég er ekki að tala um bara sóknarmenn, heldur sóknargæði. Það er munurinn á okkur og hinum liðunum í deildinni."

Ian var spurður út í eina mark ÍBV í leiknum sem Gary Martin skoraði með glæsilegu skoti. Enginn fagnaði markinu og sagði Víðir Þorvarðarson fyrirliði eftir leik að hann hafi verið ósáttur með viðbrögð manna.

„Ég veit ekki alveg hversu margir áhorfendur frá ÍBV voru að mæta á völlinn í dag en ég veit ekki. Það er erfitt að svara þessari spurningu því hann skoraði alveg glæsilegt mark þarna. Þetta er búið að vera erfitt og það tekur svolítið á að tapa aftur og aftur og aftur. Ég segi bara no comment."

Hann sagði að lokum að hann væri tilbúinn að skoða að halda áfram sem þjálfari ÍBV í Inkasso-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner