Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   lau 24. ágúst 2019 19:21
Ívan Guðjón Baldursson
Ian Jeffs: Vantar sóknargæði í liðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ian Jeffs mætti í viðtal eftir tap ÍBV gegn ÍA í Pepsi Max-deildinni í dag. ÍBV er fallið úr deildinni eftir tapið og mun því leika í Inkasso-deildinni næsta sumar.

Ian telur ekki mikinn gæðamun á ÍBV og öðrum liðum í deildinni, hann telur muninn aðeins liggja í sóknarleiknum.

„Tölurnar segja að við erum með sex stig og erum lang slakasta liðið í deildinni. Allir þessir leikir sem við erum að tapa eru naumir, það er ekkert lið sem er búið að rúlla yfir okkur og pakka okkur saman," sagði Jeffs.

„Við erum ekki langt frá hinum liðunum en mér finnst vanta í liðið sóknargæði almennt. Ég er ekki að tala um bara sóknarmenn, heldur sóknargæði. Það er munurinn á okkur og hinum liðunum í deildinni."

Ian var spurður út í eina mark ÍBV í leiknum sem Gary Martin skoraði með glæsilegu skoti. Enginn fagnaði markinu og sagði Víðir Þorvarðarson fyrirliði eftir leik að hann hafi verið ósáttur með viðbrögð manna.

„Ég veit ekki alveg hversu margir áhorfendur frá ÍBV voru að mæta á völlinn í dag en ég veit ekki. Það er erfitt að svara þessari spurningu því hann skoraði alveg glæsilegt mark þarna. Þetta er búið að vera erfitt og það tekur svolítið á að tapa aftur og aftur og aftur. Ég segi bara no comment."

Hann sagði að lokum að hann væri tilbúinn að skoða að halda áfram sem þjálfari ÍBV í Inkasso-deildinni.
Athugasemdir
banner