Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   lau 24. ágúst 2019 19:21
Ívan Guðjón Baldursson
Ian Jeffs: Vantar sóknargæði í liðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ian Jeffs mætti í viðtal eftir tap ÍBV gegn ÍA í Pepsi Max-deildinni í dag. ÍBV er fallið úr deildinni eftir tapið og mun því leika í Inkasso-deildinni næsta sumar.

Ian telur ekki mikinn gæðamun á ÍBV og öðrum liðum í deildinni, hann telur muninn aðeins liggja í sóknarleiknum.

„Tölurnar segja að við erum með sex stig og erum lang slakasta liðið í deildinni. Allir þessir leikir sem við erum að tapa eru naumir, það er ekkert lið sem er búið að rúlla yfir okkur og pakka okkur saman," sagði Jeffs.

„Við erum ekki langt frá hinum liðunum en mér finnst vanta í liðið sóknargæði almennt. Ég er ekki að tala um bara sóknarmenn, heldur sóknargæði. Það er munurinn á okkur og hinum liðunum í deildinni."

Ian var spurður út í eina mark ÍBV í leiknum sem Gary Martin skoraði með glæsilegu skoti. Enginn fagnaði markinu og sagði Víðir Þorvarðarson fyrirliði eftir leik að hann hafi verið ósáttur með viðbrögð manna.

„Ég veit ekki alveg hversu margir áhorfendur frá ÍBV voru að mæta á völlinn í dag en ég veit ekki. Það er erfitt að svara þessari spurningu því hann skoraði alveg glæsilegt mark þarna. Þetta er búið að vera erfitt og það tekur svolítið á að tapa aftur og aftur og aftur. Ég segi bara no comment."

Hann sagði að lokum að hann væri tilbúinn að skoða að halda áfram sem þjálfari ÍBV í Inkasso-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner