Það var stórleikur í ensku úrvalsdeildinni síðasta sunnudag. Chelsea fór með sigur af hólmi gegn Arsenal.
Jón Kaldal, stuðningsmaður Arsenal, og Jóhann Már Helgason, stuðningsmaður Chelsea, eru gestir þáttarins að þessu sinni. Þeir köfuðu djúpt í stórleikinn og ræddu einnig um aðra leiki í annarri umferð deildarinnar.
Jón Kaldal, stuðningsmaður Arsenal, og Jóhann Már Helgason, stuðningsmaður Chelsea, eru gestir þáttarins að þessu sinni. Þeir köfuðu djúpt í stórleikinn og ræddu einnig um aðra leiki í annarri umferð deildarinnar.
Meðal efnis: Arsenal í lægð og Chelsea á siglingu, strax heitt undir Arteta, væri til í Conte, draumabyrjun Lukaku, Arsenal hefði átt að fá víti, Liverpool sannfærandi, Harvey Elliott spennandi, Grealish skoraði, Norwich slakir, endurkoma Benitez, Brentford byrjar vel, Patrick Vieira, Brighton með skemmtilegt lið, furðulegt liðsval hjá Solskjær, Nuno vann gegn gömlu lærisveinum sínum, maður sem hefur spilað í öllum stöðum og er núna markakóngur.
Þetta er annar þáttur tímabilsins af hlaðvarpinu Enski boltinn. Hægt er að hlusta á það fyrsta með því að smella hérna
Hlustaðu í spilaranum hér að ofan eða í gegnum Podcast forrit.
Athugasemdir