Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. september 2021 23:30
Brynjar Ingi Erluson
Babel skýtur á Afellay í nýju rapplagi
Ryan Babel er ekki vinur Afellay
Ryan Babel er ekki vinur Afellay
Mynd: Getty Images
Ryan Babel, framherji Galatasaray í Tyrklandi, gaf frá sér nýtt rapplag í gær en þar skýtur hann föstum skotum á Ibrahim Afellay, fyrrum liðsfélaga hans í hollenska landsliðinu.

Babel hefur á ferli sínum spilað með félögum á borð við Liverpool, Ajax, Hoffenheim, Besiktas og Fulham.

Hann á 69 landsleiki að baki fyrir Holland og skorað 10 mörk en hann var nálægt því að fara með hópnum á Evrópumótið í sumar.

Afellay, sem lagði skóna á hilluna á síðasta ári, var sérfræðingur hjá Studio Voetbal fyrir Evrópumótið í sumar en hann var spurður út í þá sjö sóknarmenn sem hann myndi taka með á EM. Babel var ekki í þeim hópi.

Þá var Afellay valinn í hópinn á EM 2012 framyfir Babel. Afellay var búinn að vera meiddur allt árið á undan á meðan Babel var að gera ágætis hluti hjá Hoffenheim en var þrátt fyrir það ekki valinn.

Babel gaf frá sér rapplag í gær og skýtur hann föstum skotum á Afellay. Hann gerir grín að ferli hans hjá Barcelona og heldur því fram að hann sé blankur.

„Orðið á götunni er að þú ert blankur. Ég þekki þig ekki frá tíma þínum hjá Barcelona, kannski meira hjá PSV. Núna heldur þú að þú sért sérfræðingur og segir hluti án þess að bera virðingu fyrir "bro-code". Ég skil þig samt, þar sem ferillinn er dauður," segir Babel meðal annars í laginu.

Lagið er á hollensku en það má hlusta á það hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner