Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. september 2021 14:24
Brynjar Ingi Erluson
Býður sig aftur fram í varastjórn KSÍ - „Fundið fyrir miklum stuðningi"
Þóroddur Hjaltalín
Þóroddur Hjaltalín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þóroddur finnur fyrir miklum stuðningi
Þóroddur finnur fyrir miklum stuðningi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þóroddur Hjaltalín ætlar að bjóða sig fram í varastjórn KSÍ á aukaþingi sambandsins sem fer fram þann 2. október næstkomandi en hann greindi frá þessu í dag.

Þóroddur var einn af fremstu dómurum Íslands áður en hann lagði flautuna á hilluna árið 2018.

Hann var valinn besti dómari ársins það árið en hann dæmdi einnig fjölmarga leiki á vegum UEFA á dómaraferli sínum.

Þóroddur hefur setið í varastjórn KSÍ frá 2019 þar sem hann hefur unnið að dómaramálum en hann mun bjóða sig aftur fram þann 2. október og segist finna fyrir miklum stuðningi.

Guðni Bergsson sagði af sér sem formaður KSÍ í síðasta mánuði og þá fylgdi stjórnin nokkrum dögum síðar eftir umræðu um að sambandið væri að hylma yfir landsliðsmönnum og þagga niður kynferðisbrot. Aukaþing var í kjölfarið boðað og verður haldið þann 2. október.

„Kæru vinir. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur ýmislegt gengið á undanfarnar vikur hjá KSÍ. Upp kom sú staða að stjórn sambandsins naut ekki lengur trausts frá knattspyrnuhreyfingunni. Það varð til þess að stjórnin sagði öll af sér og boðaði til aukaþings.

„Ljóst er að miklu betur hefði átt að gera af hálfu KSÍ í þeim málum sem nú eru að koma upp. Ég vil samt taka það skýrt fram að ásakanir um að allir stjórnarmeðlimir hafi ekki bara vitað af þessum málum heldur tekið markvissan þátt í að þagga niður kynferðisbrot eru með öllu ósannnar og get ég illa undir því setið. Ég hef aldrei haft neina vitneskju um þessi mál og lítið skipt mér af landsliðunum okkar yfir höfuð, enda aldrei farið leynt með það að tilgangur minn með stjórnarsetu hefur alltaf snúist um þröngan málaflokk, þ.e. dómaramál.

Undanfarna daga hef ég fundið fyrir miklum stuðningi víðs vegar að. Það þykir mér óendanlega vænt um og í ljósi þess hef ég ákveðið að bjóða mig fram aftur til setu í varastjórn KSÍ á aukaþinginu þann 2.október nk. með von um að geta áfram leitt dómaranefndina og störf dómara í landinu. Þessi stuðningur hefur ekki einungis orðið til þess að ég ætla að bjóða mig fram aftur heldur fyllt mig eldmóði til að gera ennþá betur. Ég hef mikinn metnað til að auka veg og virðingu dómarastarfa hér á landi og tel mig enn hafa margt fram að færa í því,"
sagði Þóroddur.
Athugasemdir
banner
banner
banner