Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. september 2022 17:13
Ívan Guðjón Baldursson
England: Bættu áhorfendametið í stórsigri Arsenal gegn Tottenham
Mynd: EPA

Arsenal 4 - 0 Tottenham
1-0 Bethany Mead ('5)
2-0 Vivianne Miedema ('44)
3-0 Rafaelle ('54)
4-0 Vivianne Miedema ('69)


Arsenal gjörsamlega rústaði grannaslagnum gegn Tottenham er liðin mættust í efstu deild kvenna í dag.

Það mættu tæplega 50 þúsund áhorfendur á Emirates leikvanginn og bættu þar með áhorfendametið í ensku kvennadeildinni. Tekið er fram að miðar voru hvorki gefnir frítt né með afslætti á þennan leik og eru Lundúnabúar stoltir af aðsókninni.

Bethany Mead og Vivianne Miedema léku á alls oddi. Mead skoraði og lagði upp á meðan Miedema setti tvennu í fjögurra marka sigri.

Arsenal er með sex stig eftir tvær umferðir og markatöluna 8-0. Tottenham er er með þrjú stig eftir sigur gegn Leicester í fyrstu umferð.


Athugasemdir
banner
banner
banner