Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
banner
   lau 24. september 2022 13:52
Ívan Guðjón Baldursson
Maguire: Mætti á EM eftir meiðsli og komst í lið mótsins
Mynd: EPA

Harry Maguire er stöðugt gagnrýndur af fjölmiðlum á Englandi fyrir slakar frammistöður. Hann er búinn að missa byrjunarliðssætið hjá Manchester United þrátt fyrir að vera fyrirliði félagsins 


Hann er áfram byrjunarliðsmaður í hjarta varnar enska landsliðsins og segist ekki hlusta á gagnrýni fjölmiðla. Hann var í enska liðinu sem tapaði 1-0 gegn Ítalíu í Þjóðadeildinni í gærkvöldi og átti góðan leik þrátt fyrir tapið.

„Ég er ekki að einbeita mér að því sem fólk eða fjölmiðlar segja um mig. Fólk reynir sitt besta til að búa til sögur og umtal um mig vegna þess að ég er fyrirliðinn hjá Manchester United. Þetta snýst allt um lesningartölur, þeir gera allt til að fá 'klikkin'," sagði Maguire eftir leikinn gegn Ítalíu.

Gareth Southgate landsliðsþjálfari hefur komið Maguire til varnar í fjölmiðlum en ljóst er að miðvörðurinn þarf að fá spiltíma á næstu vikum þar sem tæplega tveir mánuðir eru í HM í Katar. Maguire segist ekki óttast að vera ryðgaður fyrir stórmótið.

„Ég fór á EM eftir átta vikna meiðsli og komst samt í lið mótsins, því er ég ekki smeykur um að vera ryðgaður á HM. Ég veit hvað ég get og hverja ég þarf að hlusta á."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner