Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   lau 24. september 2022 20:02
Ívan Guðjón Baldursson
Youtube stjörnur söfnuðu 160 milljónum króna

Í dag var haldinn góðgerðarleikur á milli Sidemen FC og Youtube Allstars þar sem nokkrar af helstu stjörnum Youtube áttust við.


Það voru fimmtán mörk skoruð í leiknum, sum þeirra furðulega gæðamikil, og urðu lokatölur 8-7 fyrir Sidemen FC.

Í heildina tókst Youtube stjörnunum að safna rúmlega milljón punda sem samsvarar yfir 160 milljónum íslenskra króna.

Þetta er fjórði góðgerðarleikurinn sem Sidemen FC spilar við Youtube Allstars, liðin mættust 2016, 2017 og 2018 og ákváðu að slá aftur til vegna gífurlegs fjölda áskoranna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner