Man Utd vill fá Phillips - Newcastle fær leikmenn frá Sádi-Arabíu
   sun 24. september 2023 15:11
Brynjar Ingi Erluson
England: Arsenal og Tottenham skildu jöfn á Emirates - Fimm í röð hjá Liverpool
James Maddison og Heung-Min Son voru frábærir
James Maddison og Heung-Min Son voru frábærir
Mynd: Getty Images
Cristian Romero var í basli í leiknum
Cristian Romero var í basli í leiknum
Mynd: Getty Images
Mitoma kom af bekknum og skoraði tvö
Mitoma kom af bekknum og skoraði tvö
Mynd: Getty Images
Darwin Nunez fagnar öðru marki Liverpool
Darwin Nunez fagnar öðru marki Liverpool
Mynd: Getty Images
Ollie Watkins gerði sigurmark Villa gegn Chelsea
Ollie Watkins gerði sigurmark Villa gegn Chelsea
Mynd: Getty Images
Malo Gusto var rekinn af velli fyrir brot á Digne
Malo Gusto var rekinn af velli fyrir brot á Digne
Mynd: Getty Images
Arsenal og Tottenham skildu jöfn, 2-2, í nágrannaslag á Emirates-leikvanginum í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag á meðan Brighton og Liverpool unnu á heimavelli. Chelsea tapaði þriðja leik sínum á tímabilinu.

Nágrannaslagurinn olli ekki vonbrigðum. Heung-Min Son kom boltanum í netið á 3. mínútu en var réttilega dæmdur rangstæður og þá átti Gabriel Jesus gott skot stuttu síðar eftir fyrirgjöf Bukayo Saka, en Guglielmo Vicario varði meistaralega í markinu.

Það dró til tíðinda á 26. mínútu. Saka fékk boltann hægra megin, setti boltann á vinstri og reyndi skot, en það fór af argentínska varnarmanninum Cristian Romero og í netið. Þegar endursýning var skoðuð af markinu hefði Romero líklega getað afstýrt þessu.

Jesus gat tvöfaldað forystuna eftir mistök James Maddison en hann skaut boltanum hátt yfir markið og refsaði Tottenham fyrir það.

Fyrst varði David Raya frábærlega frá Brennan Johnson áður en boltanum var hreinsað frá. Maddison var með hann á vinstri vængnum, lék á Saka áður en hann keyrði inn í teiginn, lagði boltann á Son sem setti boltann í stöng og inn.

Romero var að eiga slæman dag í vörn Tottenham. Hann fékk á sig vítaspyrnu á 52. mínútu er hann handlék boltann eftir skot Ben White úr teignum.

Vítaspyrnan þótti umdeilt því Jesus virtist brjóta á Maddison í aðragandanum. Rob Jones, dómari leiksins, skoðaði atvikið á VAR-skjánum og dæmdi víti sem Saka skoraði örugglega úr.

Adam var ekki lengi í paradís því mínútu síðar gerði varamaðurinn Jorginho hræðileg mistök á miðsvæðinu. Maddison pressaði hann, stal boltanum og lagði hann til hægri á Son sem jafnaði metin í annað sinn.

Lokatölur á Emirates 2-2. Bæði lið eru með 14 stig í 4. og 5. sæti deildarinnar.

Kaoru Mitoma var hetja Brighton í 3-1 sigrinum á Bournemouth.

Bart Verbruggen, markvörður Brighton, gerði slæm mistök á 25. mínútu, er hann ætlaði að senda boltann úr teignum, en gestirnir unnu boltann og var það Dominic Solanke sem skoraði.

Milos Kerkez, leikmaður Bournemouth, kom boltanum í eigið net undir lok hálfleiksins. Kaoru Mitoma, lykilmaður Brighton, kom inn á í hálfleik og breytti leiknum með tveimur mörkum.

Fyrra markið gerði hann strax í byrjun síðari hálfleiks og annað þegar þrettán mínútur voru eftir. Góður 3-1 sigur Brighton staðreynd og liðið nú í 3. sæti með 15 stig, en Bournemouth í 17. sæti með 3 stig.

Fimmti sigur Liverpool og Chelsea í veseni

Liverpool hafði betur gegn West Ham, 3-1, á Anfield.

Mohamed Salah fiskaði vítaspyrnu á 15. mínútu er Nayef Aguerd krækti í hann í teignum. Egyptinn þrumaði boltanum á mitt markið og kom Liverpool í 1-0.

Jarrod Bowen jafnaði metin fyrir West Ham á 42. mínútu í marki þar sem hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk leit ekkert sérstaklega vel út.

Vladimir Coufal var með boltann hægra megin við teiginn, kom honum fyrir og náði Bowen að stinga sér fram fyrir Van Dijk og stanga boltann í vinstra hornið. Van Dijk virkaði hægur og of seinn að bregðast við í markinu, en hann átti eftir að bæta upp fyrir það.

Curtis Jones náði að koma boltanum í netið undir lok hálfleiksins en var dæmdur rangstæður og staðan því 1-1 í hálfleik.

Í þeim síðari tók Liverpool völdin. Alexis Mac Allister átti magnaða sendingu inn fyrir á Darwin Nunez sem tók hann á lofti og í netið.

Liverpool hélt áfram að pressa í leit að þriðja markinu og það kom fyrir rest. Andy Robertson tók hornspyrnu á hausinn á Van Dijk, sem stýrði honum fyrir varamanninn Diogo Jota og þaðan í netið.

Fimmti sigur Liverpool í röð og situr liðið í 2. sæti deildarinnar með 16 stig. West Ham er á meðan í 7. sæti með 10 stig.

Chelsea tapaði þá fyrir Aston Villa, 1-0, á Stamford Bridge, en þetta var þriðja tap Chelsea á tímabilinu.

Aston Villa fékk betri færi í fyrri hálfleiknum. Robert Sanchez þurfti að sjá við góðum skotum frá Nicolo Zaniolo og Lucas Digne, en það vantaði gæðin fram á við hjá heimamönnum.

Nicolas Jackson fékk sennilega besta færið en klúðraði því og þá var mark dæmt af Axel Disasi undir lok hálfleiksins.

Franski varnarmaðurinn Malo Gusto var rekinn af velli í liði Chelsea á 58. mínútu er hann fór í ljóta tæklingu á Digne og fimmtán mínútum síðar gerði Ollie Watkins sigurmark Villa með góðu skoti úr þröngu færi.

Chelsea tókst ekki að jafna leikin og er þetta því þriðja tapið á tímabilinu. Chelsea er í 14. sæti með aðeins 5 stig en Villa í 6. sæti með 12 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Arsenal 2 - 2 Tottenham
1-0 Cristian Romero ('26 , sjálfsmark)
1-1 Son Heung-Min ('42 )
2-1 Bukayo Saka ('54 , víti)
2-2 Son Heung-Min ('55 )

Brighton 3 - 1 Bournemouth
0-1 Dominic Solanke ('25 )
1-1 Milos Kerkez ('45 , sjálfsmark)
2-1 Kaoru Mitoma ('46 )
3-1 Kaoru Mitoma ('77 )

Chelsea 0 - 1 Aston Villa
0-1 Ollie Watkins ('73 )
Rautt spjald: Malo Gusto, Chelsea ('58)

Liverpool 3 - 1 West Ham
1-0 Mohamed Salah ('16 , víti)
1-1 Jarrod Bowen ('42 )
2-1 Darwin Nunez ('60 )
3-1 Diogo Jota ('85 )
Athugasemdir
banner
banner