Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   sun 24. september 2023 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Düsseldorf
Tók áhættu sem reyndist heillaskref - „Undir mér komið að sýna það"
Hildur Antonsdóttir.
Hildur Antonsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Frá æfingu í dag.
Frá æfingu í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hildur í leiknum gegn Wales.
Hildur í leiknum gegn Wales.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hildur Antonsdóttir er að koma sterk inn í landsliðið núna eftir að hafa þurft að bíða lengi eftir tækifærinu. Hún spilaði sinn fyrsta keppnisleik gegn Wales í Þjóðadeildinni síðastliðið föstudags. Hún var frábær í leiknum.

Eftir leikinn sagði landsliðsþjálfarinn, Þorsteinn Halldórsson: „Hildur var svo eins og vél inn á miðjunni. Hún vann mikið af boltanum og náði að keyra á þær. Hún hefði mátt vera rólegri á boltanum, en hún hefur burði til að vera lykilmaður í landsliðinu næstu árin."

Hildur ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu landsliðsins í Düsseldorf í Þýskalandi. Framundan er leikur gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni á þriðjudag.

„Þetta er fljótt að gerast," segir Hildur, sem er 28 ára gömul. „Það er mjög gaman að vera partur af þessum hóp. Það er búið að taka mjög vel á móti mér sem hefur hjálpað mér mikið að komast inn í hópinn."

Hún var svo spurð út í ummæli landsliðsþjálfarans eftir leikinn á móti Wales. „Það er mjög gott að heyra það, en það er undir mér komið að sýna það."

Það var mjög sterkt að byrja Þjóðadeildina á sigri. „Það var mjög gaman þegar hún flautaði til leiksloka, að ná í þessi fyrstu þrjú stig. Þetta var mikil varnarvinna en okkur líður vel í vörn. Þær náðu ekki að skapa mikið. Þó þær hefðu verið meira með boltann þá fengum við ekki mörg færi á okkur."

„Það er svo gott að vinna fyrsta leikinn og það gefur okkur meðbyr fyrir næsta leik," segir Hildur en hún vonast til að halda sæti sínu í byrjunarliðinu. „Vonandi en það kemur í ljós seinna. Ég tek bara því verkefni sem mér verður falið í þann leik."

„Það sem skiptir máli er að við mætum ótrúlega grimmar til leiks og gerum allt til að ná í þessi þrjú stig. Stemningin í hópnum er mjög góð en það hjálpaði mikið að vinna fyrsta leikinn. Stemningin varð bara enn betri."

Hefur reynst heillaskref
Hildur var í fyrra keypt frá Breiðabliki til Fortuna Sittard í Hollandi. Það hefur reynst mikið heillaskref fyrir hana. Þegar hún gekk í raðir félagsins þá var nýbúið að stofna kvennalið.

„Lífið er mjög gott í Hollandi. Ég bý klukkutíma frá og ég er næstum því á heimavelli núna," sagði Hildur. „Þetta er rólegt og gott umhverfi. Félagið er með mjög góða umgjörð og ég myndi segja að það er til alls þarna."

„Ég tók smá séns að fara í alveg nýtt lið en eftir á að hyggja var þetta mjög góð ákvörðun, út frá liðinu og líka landinu þar sem það er mjög gott að búa í Hollandi. Liðið náði góðum árangri fyrsta árið og við ætlum að byggja ofan á það."

Er hollenska deildin sterk?

„Já, hún er að verða sterkari. Ajax og Twente hafa verið með yfirburði en við náðum að klóra smá í þær í fyrra og við ætlum að gera það aftur í ár. Við ætlum að reyna að vinna þau lið."

Hún segist hafa bætt sig mikið í Hollandi. „Hollenski boltinn er öðruvísi en sá íslenski. Fótboltinn heima snýst mikið um hörku og mikið fram á við. Á meðan eru Hollendingar ótrúlega rólegir á boltann. Stundum of rólegir. Það er eitthvað sem ég þarf að bæta mig í. Þetta er að fara að hjálpa mér með framhaldið."

Sjá einnig:
Nýtur lífsins í Hollandi - „Var orðin rosa þreytt á löngu dögunum heima"
Athugasemdir
banner