Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 24. nóvember 2020 16:00
Magnús Már Einarsson
Undirbúa sig í Austurríki fyrir Slóvakíuleikinn
Icelandair
Ísland mætir Slóvakíu á fimmtudag.
Ísland mætir Slóvakíu á fimmtudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið kom saman í Slóvakíu á sunnudag til að undirbúa sig fyrir leik þar í landi í undankeppni EM.

Ísland mætir Slóvakíu á fimmtudaginn í Senec. Leikurinn hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Ísland mætir svo Ungverjalandi í Búdapest á þriðjudaginn í næstu viku og hefst sá leikur kl. 14:30 að íslenskum tíma. Hann verður einnig í beinni útsendingu á RÚV.

Bækistöðvar Íslands eru í Bratislava, en vegna landslaga í Slóvakíu þarf liðið að æfa hinum megin við landamærin í Austurríki og hefur það fengið aðstöðu hjá SV Hundsheim.

Íslenska liðið endar líklega í 2. sæti riðilsins en mikilvægt er að ná sigri í báðum þessum leikjum til að enda með sem flest stig. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti fara beint á EM í Englandi á meðan önnur lið í 2. sæti fara í umspil.

Ísland vann Slóvakíu 1-0 á Laugardalsvelli í fyrra og Ungverjaland 4-1.

Preparation has started for Thursdays match against Slovakia in the @uefawomenseuro qualifiers. #LeiðinTilEnglands #dottir

Posted by KSÍ - Knattspyrnusamband Íslands on Þriðjudagur, 24. nóvember 2020

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner