mið 24. nóvember 2021 19:46
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Haller heldur í við Lewandowski - Inter í góðri stöðu
Sebastien Haller skoraði bæði mörk Ajax
Sebastien Haller skoraði bæði mörk Ajax
Mynd: EPA
Edin Dzeko skoraði tvö fyrir Inter á sex mínútna kafla
Edin Dzeko skoraði tvö fyrir Inter á sex mínútna kafla
Mynd: EPA
Sebastien Haller skoraði bæði mörk Ajax er liðið vann Besiktas, 2-1, í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld en hann er nú með jafnmörg mörk og Robert Lewandowski þegar fimm umferðir eru búnar.

Rachid Ghezzal kom Besiktas yfir gegn Ajax úr víti á 22. mínútu leiksins.

Haller byrjaði á bekknum hjá Ajax en kom inná í hálfleik og var ekki lengi að jafna leikinn. Jöfnunarmarkið kom á 54. mínútu og fimmtán mínútum síðar gerði hann sigurmarkið.

Þetta var níunda mark hans í Meistaradeildinni á tímabilinu og er hann með jafnmörg mörk og Lewandowski. Ajax tryggði sig í 16-liða úrslitin fyrir rúmum tveimur vikum og er á toppnum með 15 stig. Besiktas er úr leik.

Inter vann þá Shakhtar Donetsk, 2-0, í D-riðlinum. Edin Dzeko gerði bæði mörk Inter á sex mínútna kafla í síðari hálfleik en Inter er á toppnum með 10 stig. Real Madrid er í öðru með 9 stig en liðið mætir Sheriff klukkan 20:00 og getur komist á toppinn með sigri. Shaktar er úr leik í Meistaradeildinni.

C-riðill:

Besiktas 1 - 2 Ajax
1-0 Rachid Ghezzal ('22 , víti)
1-1 Sebastian Haller ('54 )
1-2 Sebastian Haller ('69 )

D-riðill:

Inter 2 - 0 Shakhtar D
1-0 Edin Dzeko ('61 )
2-0 Edin Dzeko ('67 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner