Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   lau 25. janúar 2020 14:34
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Opnir fyrir leikmönnum sem geta bætt liðið
Brynjar Atli verið mikið orðaður við Breiðablik
Brynjar Atli verið mikið orðaður við Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar með Róberti Orra
Óskar með Róberti Orra
Mynd: Breiðablik
Óskar Hrafn var léttur eftir 4-1 sigur gegn FH í seinasta leik þeirra í A-deild í Fotbolta.net mótinu, og enduðu þeir með fullt hús stiga. Leikurinn var skemmtilegur og voru þeir grænklæddu með mikla yfirburði heilt yfir. Mörk Blika skoruðu Benedikt Waren, Gísli Eyjólfsson og Thomas Mikkelsen skoraði svo tvö mörk í fyrsta leik sínum á þessu undirbúningstímabili.

" Ég er sáttur en vissulega sækir maður kannski ekki allt í úrslitin en spilamennskan hefur verið mjög góð, hún hefur verið vaxandi og allir leikirnir hafa verið að bjóða upp á mismunandi áskorarnir fyrir liðið og þeir hafa staðist þær" Sagði Óskar eftir leik.

Óskar var spurður út í Brynjar Atla Bragason markmann Njarðvíkur um hvort hann væri á leið til félagsins sem og hvort það væru fleiri leikmenn á leiðinni.

"Það er ekkert tilbúið, það er ekkert frágengið fyrr en það er frágengið en ég held það sé ekkert leyndarmál að við höfum haft áhuga að fá hann og vonandi gengur það. Leikmannahópurinn má hins vegar ekki vera í kyrrstöðu, maður þarf alltaf að hafa hugan að því hvernig við getum bætt okkur. Það er hægt að vera betri á tvo vegu, styrkt liðið með frábærum leikmönnum eða á æfingasvæðinu. Stutta svarið er við erum opnir fyrir leikmönnum sem við teljum geta hjálpað liðinu að verða betra innan sem utan vallar." Hafði Óskar að segja um leikmannamál Blika.

Oliver Sigurjónsson og Höskuldur Gunnlaugsson skrifuðu báðir nýlega undir samning við Blika og komu þeir báðir við sögu í leiknum, Höskuldur byrjaði leikinn og spilaði lunga af leiknum en Oliver kom inn á í hálfleik.

" Mjög gott að fá þessa drengi í félagið, þetta eru frábærir leikmenn, frábærir karakterar og miklir liðsmenn. Oliver á töluvert í land því hann hefur lítið spilað undanfarið en ég hef enga trú á öðru en hann verði fljótur að koma sér í gír. Höskuldur var með okkur fram að jólum, vorum með hann á láni til áramóta þannig hann tekur bara upp þar sem hann hætti áður en hann fór í landsliðsferð." Sagði Óskar um nýju leikmenn félagsins.

Nýr leikmaður Blika, Róbert Orri Þorkelsson hefur ekki enn spilað leik fyrir Blika en hann er að stíga upp úr meiðslum. " Hann er allur að koma til og ég geri ráð fyrir að hann byrji á fullu í fótbolta í næstu viku ef Guð lofar og svo tekur við nokkra vikna ferli sem hann þarf að koma sér í leikæfingu" Hafði Óskar um Róbert að segja.
Athugasemdir
banner
banner