Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. janúar 2022 09:57
Elvar Geir Magnússon
Átta látnir eftir troðninginn í Kamerún
Stuðningsmenn Kamerún í Afríkukeppninni.
Stuðningsmenn Kamerún í Afríkukeppninni.
Mynd: Getty Images
Að minnsta kosti átta manns eru látnir eftir troðninginn fyrir utan Paul Biya leikvanginn í Kamerún í gær. Troðningur skapaðist þegar þúsundir stuðningsmanna reyndu að komast á leik heimamanna gegn Kómoreyjum.

38 særðust og ástand sjö þeirra er alvarlegt. Tala látinna gæti því hækkað. Eitt barn var meðal þeirra sem létust samkvæmt AFP fréttastofunni.

Leikvangurinn tekur 60 þúsund áhorfendur en vegna Covid takmarkana þá átti hann ekki vera meira en 80% fullur á leiknum í gær.

Mikill troðningur skapaðist við hliðin fyrir utan völlinn. Mikil óreiða skapaðist, fólk var klifrandi yfir grindverk, braust í gegnum hlið og var hlaupandi segir danski blaðamaðurinn Buster Emil Kirchner. Hann segir að margir hafi mætt miðalausir og reynt að komast á leikinn.

Afríska fótboltasambandið sagði í yfirlýsingu að verið væri að rannsaka það sem gerðist. Leikur Kamerún og Kómoreyja fór fram en leikmenn vissu ekki af troðningnum fyrr en eftir leikinn. Kamerún vann 2-1.


Athugasemdir
banner
banner
banner