Skilur ákvörðun NYC að framlengja ekki
Guðmundur Þórarinsson verður ekki áfram hjá MLS-meisturunum í New York City. Hann er án félags og er óvíst hvar hann spilar á næsta tímabili. Gummi er 29 ára gamall og getur bæði spilað sem vinstri bakvörður sem og á miðsvæðinu.
Hann var gestur í Chess After Dark á dögunum og ræddi um næsta skref á sínum ferli. Gummi er uppalinn á Selfossi og hefur einnig leikið með ÍBV sem og í Svíþjóð, Noregi og í Danmörku.
Sjá einnig:
Gummi Tóta segist ekki fá traust frá þjálfaranum - Á förum frá New York (6. des '21)
Hann var gestur í Chess After Dark á dögunum og ræddi um næsta skref á sínum ferli. Gummi er uppalinn á Selfossi og hefur einnig leikið með ÍBV sem og í Svíþjóð, Noregi og í Danmörku.
Sjá einnig:
Gummi Tóta segist ekki fá traust frá þjálfaranum - Á förum frá New York (6. des '21)
„Ég er að reyna taka þessu rólega og reyna velja rétt, ég ætla vera alveg heiðarlegur með það væri þá einhvers staðar þar sem ég get átt gott líf og eignast smá meiri pening. Það er markmiðið. Ég á kærustu og hún ætlar að reyna koma með mér. Ég vil að hún njóti sín þar sem hún er. Þetta er það sem ég er að taka inn í reikninginn og lítur ágætlega út. Maður veit aldrei í þessu þegar maður er samningslaus, þetta fer svolítið í allar áttir oft á tíðum en styttist í að ég taki ákvörðun hvað ég geri. Eins og þetta lítur út núna mun ég verða mjög sáttur með þá ákvörðun."
„Ég er alveg með metnað í fótbolta og langar alltaf að gera vel þar sem ég er. Ég er að verða þrítugur sem er ekkert bilað gamall en ég fatta að ég er ekki að fara í ensku úrvalsdeildina. Eins og ég horfi á þetta þá langar mig að líða vel, njóta þess að mæta á æfingar, leggja mig fram en á sama tíma eiga gott líf," sagði Gummi.
Rosalegur tilfinningarússíbani
Hann var næst spurður út í viðskilnaðinn við New York City, hvort það hefði verið að hans frumkvæði eða frumkvæði félagsins.
„Það var algjörlega að frumkvæði félagsins, ég var með möguleika á að vera áfram, svokallaðan 2+1 samning en félagið hefði þurft að virkja þetta +1 ár og ákvað að gera það ekki. Til að tala hreina íslenska þá fóru launin svolítið upp þetta síðasta ár og félagið sótti tvo nýja yngri vinstri bakverði. Félaginu fannst ekki þess virði að setja stóran part af heildarlaununum í mig. Ég skynjaði þetta frekar snemma en var svo tilkynnt að ég fengi ekki framlengingu daginn eftir að við unnum deildina. Þetta var rosalegur tilfinningarússibani á þessum tíma."
„Ég spilaði úrslitaleikinn, spilaði vel yfir allt tímabilið og við unnum deildina. Ég var bæði og að vonast eftir framlengingu. Þetta er auðvitað svekkjandi en þetta er bara „business" að lokum og maður skilur þeirra ákvörðun."
„Umboðsmaðurinn minn vildi eiginlega ekki að þeir myndu nýta sér þessa framlengingu af því það er alveg til verri staða en að vera á markaðinum hafandi orðið MLS-meistari," sagði Gummi.
Hann talar um kúltúrsjokkið þegar hann kom fyrst til New York og margt fleira í tengslum við veruna. Umræðuna um næsta skref Gumma og viðskilnaðinn má sjá í spilaranum hér að neðan.
Athugasemdir