fim 25. febrúar 2021 14:30
Magnús Már Einarsson
Antonio ætlar að spila fyrir landslið Jamaíka
Mynd: Getty Images
Michail Antonio, framherji West Ham, er sagður ætla að gefa kost á sér í landslið Jamaíka í undankeppni HM í haust.

Hinn þrítugi Antonio á ættir að rekja til Jamaíka en hann hafnaði boði um að spila með landsliðinu þar árið 2016.

Síðan þá hefur Antonio verið valinn í landsliðshópinn hjá Englandi, bæði undir stjórn Sam Allardyce og Gareth Southgate. Hann hefur hins vegar ekki spilað með enska landsliðinu.

Antonio hefur nú gefist upp á að bíða eftir að fá landsleik með Englendingum og er sagður ætla að taka slaginn með Jamaíka í haust.

Harry Kane, Dominic Calvert-Lewin og Danny Ings hafa verið frammi í síðustu leikjum enska landsliðsins auk þess sem Marcus Rashford og Raheem Sterling geta spilað frammi.
Athugasemdir
banner
banner
banner