Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. febrúar 2021 09:33
Elvar Geir Magnússon
Fer illa af stað hjá Mesut Özil í Tyrklandi
Mesut Özil eftir tapleik Fenerbahce á dögunum.
Mesut Özil eftir tapleik Fenerbahce á dögunum.
Mynd: Getty Images
„Draumaskipti" Mesut Özil til Fenerbahce í Tyrklandi hafa ekki gengið að óskum hingað til. Samningi hans við Arsenal var rift í janúar og hann gekk í raðir Fenerbahce.

Talað var um að skiptin væri frábær lausn fyrir alla aðila. Özil var ekki í myndinni hjá Arsenal en var þeirra launahæsti leikmaður.

Özil fór til liðsins sem hann studdi í æsku og Fenerbahce fékk leikmann sem félagið taldi að myndi hjálpa sér að sækja tyrkneska meistaratitilinn.

En Özil hefur ekki skorað eða skapað mark hingað til. Liðið hefur tapað þremur af fimm leikjum síðan hann kom.

Liðið féll úr leik í tyrkneska bikarnum gegn Istanbul Basaksehir ig er nú dottið niður í þriðja sæti tyrknesku deildarinnar.

Özil og félagar í Fenerbahce eru nú þremur stigum á eftir toppliði Galatasaray og jafnir Besiktas sem er í öðru sæti.

Það er að sjálfsögðu ekki mjög sanngjarnt að kenna Özil um slæmt gengi Fenerbahce en hann þarf tíma til að aðlagast eftir að hafa spilað afskaplega lítið undanfarið ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner