Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 25. febrúar 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jackson: Benzema klúðraði fullt af færum en vann Ballon D'or
Mynd: EPA

Nicolas Jackson framherji Chelsea hefur ekki náð að sanna sig á Englandi en hann er staðráðinn í því að gera betur.


Þessi 22 ára gamli senegalski framherji gekk til liðs við Chelsea frá Villarreal síðasta sumar en hann hefur aðeins skorað sjö mörk í 22 leikjum í deildinni.

Hann sagði í samtali við Talksport að hann skildi vel að framherjar vildu ekki koma til Chelsea.

„Ef maður spáir í öllum framherjunum sem hafa komið hingað myndi maður ekki vilja koma. Ef maður hugsar um það og fólkið segja að þeir séu ekki nógu góðir gæti maður hugsað 'Það er óþarfi að koma,'" sagði Jackson.

„Ég er alinn upp við að takast á við áskoranir og ekki að hlusta á annað fólk og gera það sem er mikilvægast, að spila og vinna fyrir liðið og vera búa til gott samband við leikmenn, þjálfara og alla. Þess vegna kom ég, ég skil hvers vegna fólk segir þessa hluti, því þetta er stórt lið en svona er lífið."

Hann er staðráðinn í að hann muni sanna sig á Englandi.

„Stundum horfi ég á sömu myndböndin áður en ég fer að sofa og hugsa að ég hefði átt að gera betur. Þegar ég var ungur sá ég Benzema spila fyrir Real Madrid, hann klúðraði mörgum færum en vann síðar Ballon D'or. Ég er ekki að segja að ég sé þar, ég get ekki náð þangað lengur. En ég hef ekki áhyggjur, ég er að reyna að bæta mig á hverjum degi og ná þangað sem ég vil."


Athugasemdir
banner
banner
banner