Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 25. mars 2023 22:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alltaf meira undir gegn Þór - „Alltaf tilbúinn að bakka minn mann upp"
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

KA er Kjarnafæðimótsmeistari eftir 3-0 sigur á Þór í Boganum í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Ívar Örn Árnason leikmann KA eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Þór

„Þetta er vorboðinn, að það sé stutt í mót og þetta er helvíti góð tilfinning að byrja tímabilið almennilega með málmi, málmur er málmur," sagði Ívar Örn.

„Þetta eru alltaf góðir leikir, það er alltaf meira undir, montréttur og fleira. Margir hverjir sem maður er búinn að þekkja lengi og þess vegna er aðeins meira undir og meira 'intensity', það gerir þetta ennþá sætara fyrir vikið."

Ívar minntist svo á atvik þar sem Þórsarinn Ragnar Óli Ragnarsson fékk að líta rauða spjaldið.

„Það minnti mann á að þetta væri grannaslagur hérna í lokin með rauðu spjaldi og smá kíting en það er bara partur af leiknum."

Ívar Örn fékk að líta gula spjaldið í látunum.

„Þetta var pirringur og ég skil þetta mjög vel, ég hef verið í nákvæmlega sömu stöðu hinu megin á vellinum. Ég sýni þessum fullan skilning en ég er alltaf tilbúinn að bakka minn mann upp," sagði Ívar.


Athugasemdir
banner