Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   lau 25. mars 2023 22:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alltaf meira undir gegn Þór - „Alltaf tilbúinn að bakka minn mann upp"
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

KA er Kjarnafæðimótsmeistari eftir 3-0 sigur á Þór í Boganum í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Ívar Örn Árnason leikmann KA eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Þór

„Þetta er vorboðinn, að það sé stutt í mót og þetta er helvíti góð tilfinning að byrja tímabilið almennilega með málmi, málmur er málmur," sagði Ívar Örn.

„Þetta eru alltaf góðir leikir, það er alltaf meira undir, montréttur og fleira. Margir hverjir sem maður er búinn að þekkja lengi og þess vegna er aðeins meira undir og meira 'intensity', það gerir þetta ennþá sætara fyrir vikið."

Ívar minntist svo á atvik þar sem Þórsarinn Ragnar Óli Ragnarsson fékk að líta rauða spjaldið.

„Það minnti mann á að þetta væri grannaslagur hérna í lokin með rauðu spjaldi og smá kíting en það er bara partur af leiknum."

Ívar Örn fékk að líta gula spjaldið í látunum.

„Þetta var pirringur og ég skil þetta mjög vel, ég hef verið í nákvæmlega sömu stöðu hinu megin á vellinum. Ég sýni þessum fullan skilning en ég er alltaf tilbúinn að bakka minn mann upp," sagði Ívar.


Athugasemdir
banner
banner
banner