Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   lau 25. mars 2023 22:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alltaf meira undir gegn Þór - „Alltaf tilbúinn að bakka minn mann upp"
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

KA er Kjarnafæðimótsmeistari eftir 3-0 sigur á Þór í Boganum í kvöld. Fótbolti.net ræddi við Ívar Örn Árnason leikmann KA eftir leikinn.


Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Þór

„Þetta er vorboðinn, að það sé stutt í mót og þetta er helvíti góð tilfinning að byrja tímabilið almennilega með málmi, málmur er málmur," sagði Ívar Örn.

„Þetta eru alltaf góðir leikir, það er alltaf meira undir, montréttur og fleira. Margir hverjir sem maður er búinn að þekkja lengi og þess vegna er aðeins meira undir og meira 'intensity', það gerir þetta ennþá sætara fyrir vikið."

Ívar minntist svo á atvik þar sem Þórsarinn Ragnar Óli Ragnarsson fékk að líta rauða spjaldið.

„Það minnti mann á að þetta væri grannaslagur hérna í lokin með rauðu spjaldi og smá kíting en það er bara partur af leiknum."

Ívar Örn fékk að líta gula spjaldið í látunum.

„Þetta var pirringur og ég skil þetta mjög vel, ég hef verið í nákvæmlega sömu stöðu hinu megin á vellinum. Ég sýni þessum fullan skilning en ég er alltaf tilbúinn að bakka minn mann upp," sagði Ívar.


Athugasemdir
banner
banner
banner