Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. mars 2023 11:00
Aksentije Milisic
Koeman hrósaði Taylor fyrir leik - Tók hann af velli eftir hálftíma
Mynd: EPA

Ronaldo Koeman tók aftur við liði Hollands eftir Heimsmeistaramótið í Katar á síðasti ári en Holland mætti Frakklandi í sínum fyrsta leik í B-riðli í undankeppni EM í gær.


Leikurinn endaði mjög illa fyrir Holland en heimamenn í Frakklandi áttu ekki í neinum vandræðum. Leiknum lauk með 4-0 sigri Frakkar þar sem staðan var orðin 2-0 eftir einungis nokkurra mínútna leik.

Hinn ungi Kenneth Taylor, leikmaður Ajax, fékk tækifærið á miðsvæðinu hjá Hollandi en Koeman sagði í viðtali fyrir leik að hann hafi mikla trú á Taylor. „Þetta er hans tækifæri, hann er nógu góður til að sýna sig og sanna,” sagði Koeman.

Eftir einungis 21. mínútna leik var staðan orðin 3-0 fyrir Frakklandi. Koeman tók þá Taylor af velli á 33. mínútu og setti Wout Weghorst inná. Óhætt að segja að þetta væri ekki draumabyrjun fyrir Taylor.

Slæm byrjun hjá Hollandi en liðið ætti að komast auðveldlega á blað á mánudaginn kemur þegar Gíbraltar koma í heimsókn. Gíbraltar tapaði 3-0 gegn Grikkjum í sama riðli í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner