
Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Juventus í stórleik gegn Inter í ítalska boltanum í dag.
Juve tók forystuna í jöfnum fyrri hálfleik og leiddi í leikhlé. Sara Björk tvöfaldaði forystuna á 69. mínútu og urðu lokatölurnar 1-3 fyrir Juve.
Juventus er fimm stigum eftir Roma í titilbaráttunni. Inter er í þriðja sæti, ellefu stigum eftir Juve en með leik til góða.
Anna Björk Kristjánsdóttir var ónotaður varamaður hjá Inter.
Inter 1 - 3 Juventus
0-1 Linda Sembrant ('15)
0-2 Sara Björk Gunnarsdóttir ('69)
1-2 Tabita Chawinga ('87)
1-3 Barbara Bonansea ('90)
Selma Sól Magnúsdóttir fékk að spila síðasta hálftímann í þægilegum sigri Rosenborg í efstu deild norska boltans í dag.
Rosenborg vann 3-0 gegn Stabæk er liðin mættust í fyrstu umferð nýs tímabils í efstu deild.
Ingibjörg Sigurðardóttir var þá í byrjunarliði Vålerenga sem lenti ekki í erfiðleikum á heimavelli gegn Arna-Björnar og skóp 4-0 sigur. Flott byrjun hjá Íslendingaliðunum í Noregi.
Að lokum kom Berglind Rós Ágústsdóttir inn af bekknum í 2-0 tapi Huelva í Tenerife í efstu deild kvennaboltans á Spáni. Huelva situr þar tveimur stigum fyrir ofan fallsæti, með 17 stig eftir 23 umferðir.
Rosenborg 3 - 0 Stabæk
Vålerenga 4 - 0 Arna-Björnar
Granadilla Tenerife 2 - 0 Huelva