Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   lau 25. mars 2023 17:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U19 vann magnaðan sigur á Englandi
Markinu fagnað í dag.
Markinu fagnað í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
U19 landslið karla gerði sér lítið fyrir og vann magnaðan sigur á Englandi í milliriðlum fyrir EM í dag.

Þetta var annar leikur liðsins í milliriðlinum en liðið gerði jafntefli við Tyrkland í fyrsta leik.

Orri Steinn Óskarsson skoraði mark Íslands í leiknum af vítapunktinum.

Þetta er stórkostlegur sigur í ljósi þess að England er ríkjandi Evrópumeistari í þessum aldursflokki. Fyrir leikinn í dag hafði enska U19 landsliðið ekki tapað leik síðan 21. október 2021. Liðið hafði farið í gegnum 15 leiki í röð án taps fyrir þennan leik.

England er á heimavelli í milliriðlinum en Ísland er núna í flottum málum með fjögur stig. Staðan verður skýrari í kvöld eftir leik Ungverjalands og Tyrklands, en Ísland mætir Ungverjalandi á þriðjudag í síðasta leik sínum í riðlinum. Efsta liðið í riðlinum fer í lokakeppni EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner