Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   þri 25. mars 2025 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dagur Orri í HK á láni (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Dagur Orri Garðarsson er genginn í raðir HK á láni frá Stjörnunni út komandi tímabil. Félögin greina frá þessu í dag.

Dagur er 19 ára sóknarmaður og er uppalinn hjá Stjörnunni. Hann lék með KFG í 2. deildinni í fyrra og skoraði 10 mörk í 17 leikjum.

Dagur er sonur markaskorarans Garðars Jóhannssonar sem lék átta landsleiki á sínum tíma.

„Við hlökkum til að fylgjast með Degi í rauðu og hvítu í sumar og bjóðum hann hjartanlega velkominn í Hlýjuna!" segir í tilkynningu HK.

Samningur Dags við Stjörnuna rennur út í lok árs.

Komnir
Þorsteinn Aron Antonsson keyptur frá Val (var á láni)
Aron Kristófer Lárusson frá Þór
Jóhann Þór Arnarsson frá Þrótti V.
Dagur Orri Garðarsson á láni frá Stjörnunni (var á láni hjá KFG)
Rúrik Gunnarsson frá KR
Dagur Ingi Axelsson frá Fjölni
Haukur Leifur Eiríksson frá Þrótti Vogum
Eiður Atli Rúnarsson frá ÍBV (var á láni)
Ólafur Örn Ásgeirsson frá Völsungi (var á láni)

Farnir
Leifur Andri Leifsson hættur
Atli Þór Jónasson til Víkings R.
Dagur Örn Fjeldsted í Breiðablik (var á láni)
Eiður Gauti Sæbjörnsson í KR
Birkir Valur Jónsson í FH
Atli Hrafn Andrason í KR
Christoffer Petersen til Kolding
George Nunn til Írlands

Samningslausir
Tareq Shihab (2001)
Stefán Stefánsson (2004)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner