Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   mán 17. mars 2025 11:12
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Æfingaleikur: Dagur Orri skoraði tvö á reynslu hjá HK
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fjölnir 2 - 5 HK
Markaskorarar Fjölnis: Árni Steinn Sigursteinsson og Rafael Máni Þrastarson
Markaskorarar HK: Dagur Orri Garðarsson x2, Dagur Ingi Axelsson x2 og Birnir Breki Burknason

Fjölnir og HK mættust í æfingaleik í Egilshöll í síðustu viku og unnu gestirnir 2-5 sigur.

Bæði lið munu leika í Lengjudeildinni í vetur en HK féll úr Bestu deildinni síðasta haust og Fjölnir endaði í 3. sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili.

Í liði HK var framherjinn Dagur Orri Garðarsson á reynslu frá Stjörnunni. Dagur er fæddur árið 2005 og er sonur Garðars Jóhannssonar. Hann skoraði tvö mörk í leiknum, hann lék með KFG á síðasta tímabili og verður spennandi að sjá hvort hann skipti yfir í HK sem er nokkuð þunnskipað í fremstu línu eftir að þeir Atli Þór Jónasson (til Víkings) og Eiður Gauti Sæbjörnsson (til KR) yfirgáfu félagið í vetur.

Dagur Ingi Axelsson, sem fór frá Fjölni í HK í vetur, skoraði einnig tvö mörk í leiknum. Birnir Breki Burknason (2006) sem er í U19 landsliðshópnum fyrir komandi leiki í milliriðli skoraði líka fyrir HK í leiknum og Rafael Máni Þrastarson (2007) sem var í æfingahóp U19 í vetur komst á blað hjá Fjölni ásamt Árna Steini Sigursteinssyni.

Lengjudeildin hefst í byrjun maí.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner