Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   þri 25. mars 2025 10:01
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 
Damir segir ekki mikil gæði í singapúrsku deildinni
Damir er 34 ára gamall
Damir er 34 ára gamall
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Boltinn er, ef ég á að vera hreinskilinn, ekkert frábær. Það eru tvö til þrjú lið í deildinni sem eru mikið betri en hin. Liðið okkar er svolítið langt á eftir þeim," segir varnarmaðurinn Damir Muminovic í viðtali við Stefán Árna Pálsson á Stöð 2.

Damir hefur í vetur spilað fyrir DPMM frá Brúnei en liðið leikur í úrvalsdeildinni í Singapúr. Allt bendir til þess að Damir snúi svo aftur til Breiðabliks í sumarglugganum, sem opnar þann 17. júlí.

„Framhaldið þarna er ekkert alveg ákveðið en eins og staðan er núna er ég á leiðinni heim eins og planið var alltaf," segir Damir en DPMM er í sjöunda sæti af níu liðum singapúrsku deildarinnar, 33 stigum frá toppliði Lion City Sailors.

Í viðtalinu við Stöð 2 segir Damir lífið utan vallar í Brúnei annars mjög rólegt og stundum einmanalegt, ekki sé mikið um að vera.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner