Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   þri 25. mars 2025 11:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna fer fram á föstudag á Kópavogsvelli
Þór/KA vann í gær.
Þór/KA vann í gær.
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
Íslandsmeistararnir fá heimaleik.
Íslandsmeistararnir fá heimaleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær varð ljóst að Þór/KA yrði andstæðingur Breiðabliks í úrslitaleik Lengjubikarsins en Þór/KA lagði Stjörnuna að velli í undanúrslitum keppninnar í gærkvöldi.

Breiðablik vann Val í hinum undanúrslitaleiknum á föstudag.

Breiðablik vann sinn leik 2-1 og Þór/KA vann í gær eftir vítaspyrnukeppni.

Úrslitaleikurinn fer fram á föstudag og spilað verður á Kópavogsvelli.

Kastað var upp á hvar leikurinn færi fram, eins og venjan er með úrslitaleiki í Lengjubikarnum,

Leikurinn hefst klukkan 18:00 á föstudag. Ef jafnt er eftir 90 mínútur verður gripið til vítaspyrnukeppni.

Valur er ríkjandi meistari en liðið vann Breiðablik í úrslitunum 29. mars á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner