Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. apríl 2019 21:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spánn: Markalaust jafntefli í Madrídarslagnum - Sevilla rústaði Rayo
Promes skoraði tvö mörk fyrir Sevilla
Promes skoraði tvö mörk fyrir Sevilla
Mynd: Getty Images
Þrír leikir fóru fram í spænsku La Liga í kvöld.

Í fyrsta leik kvöldsins slátraði Sevilla liði Rayo Vallecano. Vallecano sem situr í botnsæti deildarinnar hélt í við Sevilla allt fram á 55. mínútu en þá kom Quincy Promes Sevilla yfir. Í kjölfarið fylgdu fjögur mörk sem tryggðu Sevilla 5-0 sigur.

Eftir úrslit kvöldsins er Sevilla í 5. sæti með jafn mörg stig og Getafe sem situr í fjórða sæti deildarinnar.

Getafe átti einmitt lokaleik kvöldsins þegar liðið fékk nágranna sína í Real Madrid í heimsókn. Real er í þriðja sæti deildarinnar og hefur átt vonbrigðar tímabil.

Real hélt boltanum betur en Getafe en Getafe átti fleiri skot á mark heldur en Real í leiknum. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Tíu stig eru á milli liðanna í 3. og 4. sæti deildarinnar.

Þá vann Villarreal góðan útisigur á Real Sociedad þar sem Gerard Moreno skoraði sigurmark Villarreal þegar fimm mínútur lifðu leiks.

Getafe 0 - 0 Real Madrid

Real Sociedad 0 - 1 Villarreal
0-1 Gerard Moreno ('85 )

Sevilla 5 - 0 Rayo Vallecano
1-0 Quincy Promes ('53 )
2-0 Quincy Promes ('55 )
3-0 Munir El Haddadi ('57 )
4-0 Wissam Ben Yedder ('69 )
5-0 Bryan Salvatierra ('86 )
Athugasemdir
banner
banner
banner