Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. apríl 2021 09:30
Aksentije Milisic
Dzeko fyrir leikinn gegn Man Utd: Ekkert er ómögulegt
Pellegrini og Dzeko.
Pellegrini og Dzeko.
Mynd: Getty Images
Edin Dzeko, framherji AS Roma, segir að Manchester United sé líklegra liðið til að fara í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.

Man Utd og Roma mætast í undanúrslitum og er fyrri leikur liðanna á Old Trafford á fimmtudaginn næstkomandi.

„Við unnum fyrir sætinu okkar í undanúrslitunum. Við verðum að halda áfram og gera okkar besta, þú færð ekki svona leiki á hverjum degi," sagði Bosníumaðurinn.

„Við vitum að Man Utd sé frábært lið og þeir eru líklegri yfir þessa tvo leiki. En við trúum á sjálfa okkur og við erum mættir hér í undanúrslitin."

„Við verðum að spila eins og lið og við erum með hæfileikaríka leikmenn. Ekkert er ómögulegt."

Roma hefur gefið mikið eftir í Serie A deildinni á Ítalíu en er hins vegar komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Liðið lagði Ajax að velli í átta-liða úrslitunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner