mán 25. maí 2020 21:10
Brynjar Ingi Erluson
Caballero fékk líflátshótanir eftir klúðrið gegn Króatíu
Willy Caballero í leiknum gegn Íslandi
Willy Caballero í leiknum gegn Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willy Caballero, markvörður Chelsea og argentínska landsliðsins, segir frá því að hann hafi fengið líflátshótanir eftir klúðrið gegn Króatíu á HM 2018 í Rússlandi.

Króatía vann Argentínu 3-0 en Caballero gerði slæm mistök er Ante Rebic skoraði.

Markvörðuinn fékk boltann í teignum og ætlaði að vippa yfir Rebic en króatíski framherjinn las það og náði til knattarins og skoraði.

„Ég ætlaði að senda boltann á Salvio en ég sparkaði í jörðina. Það héldu allir að ég ætlaði að reyna að vippa yfir Rebic en það var alls ekki þannig. Þetta hafði aldrei gerst áður hjá mér," sagði Caballero.

„Daginn eftir voru allir komnir með númerið mitt og það var ekki góður tími. Ég fékk ótrúlegustu skilaboð og meðal annars líflátshótanir og þá fór ég að hugsa um fjölskylduna og framtíðina," sagði Caballero ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner