Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 25. maí 2020 14:46
Elvar Geir Magnússon
Ensku kvennadeildinni aflýst
Kvennalið Manchester City.
Kvennalið Manchester City.
Mynd: Getty Images
Búið er að aflýsa ensku úrvalsdeildinni í kvennaflokki og B-deildinni einnig.

Ekki er búið að ákveða hvort krýndir verði meistararar eða hvort lið falli. Enska fótboltasambandið á eftir að funda um það.

Það átti eftir að leika 45 leiki í úrvalsdeildinni en Manchester City var á toppnum

Í tilkynningu segir að eftir að hafa rætt við félög deildarinnar hafi verið talið skynsamlegast að ljúka keppni.

Þetta gefi félögum tíma til að búa sig undir nýtt tímabil 2020-21.

Manchester City var á toppnum þegar leik var hætt en Chelsea í öðru sæti. Ef meðalfjöldi stiga verður látinn ráða úrslitum þá endar Chelsea númer eitt.
Athugasemdir
banner
banner