Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. maí 2023 13:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Guardian 
Getur orðið sá fyrsti sem spilar fyrir sama liðið frá utandeildinni upp í úrvalsdeildina
Pelly Ruddock Mpanzu.
Pelly Ruddock Mpanzu.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Pelly Ruddock Mpanzu hjá Luton á möguleika á því að skrifa nafn sitt í sögubækurnar með því að verða fyrsti leikmaðurinn til að spila fyrir sama liðið frá utandeildinni og upp í ensku úrvalsdeildinni.

Á laugardaginn leikur Luton úrslitaleik við Coventry í umspili Championship-deildarinnar. Sigurliðið mun komast upp í úrvalsdeildina.

Mpanzu kom til Luton frá West Ham 2013 og lék fyrir framan 621 áhorfanda í sínum fyrsta leik fyrir félagið.

Síðan hefur þessi 29 ára leikmaður verið hjarta og sál í upprisu félagsins. Hann er skemmtilegur karakter utan vallar, vekur oft athygli fyrir djarfan klæðaburð og er gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna.

„Hann er frábær náungi, hvort sem við vinnum eða töpum, hvort sem það er heitt eða kalt eða dökkur mánudagur. Hann er hjartsláttur hópsins því hann hefur verið hér svo lengi. Hann er svo vinnusamur og hefur alltaf verið að taka skrefið upp og bæta sig," segir Rob Edwards, stjóri Luton.

Sjá einnig:
Með heimili sem er að hruni komið en gæti orðið vettvangur úrvalsdeildarinnar
Enski boltinn - Stefán Páls fer yfir ævintýri Luton Town
Athugasemdir
banner
banner