Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. maí 2023 10:40
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Guardian 
Með heimili sem er að hruni komið en gæti orðið vettvangur úrvalsdeildarinnar
Kenilworth Road tekur rúmlega 10 þúsund áhorfendur.
Kenilworth Road tekur rúmlega 10 þúsund áhorfendur.
Mynd: Getty Images
Inngangur að stúkunni.
Inngangur að stúkunni.
Mynd: Getty Images
Á laugardaginn fer fram úrslitaleikur Championship umspilsins á Wembley leikvangnum í Lundúnum. Á leikvangi sem gæti ekki verið ólíkari heimavelli annars liðsins sem tekur þátt í leiknum, Luton Town.

Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á hinum eldgamla Kenilworth Road leikvangi í Luton þegar heimamenn slógu út Sunderland í undanúrslitum. Luton mun mæta Coventry í úrslitaleiknum þar sem í húfi er sæti í ensku úrvalsdeildinni. Luton er talið sigurstranglegra í leiknum.

Kenilworth Road var byggður 1905 og tekur rúmlega 10 þúsund áhorfendur. Hann er afskaplega gamaldags og nánast að hruni kominn. Hann er gríðarlega þröngur og alveg við leikvanginn er íbúðabyggð.

Stuðningsmenn aðkomuliðsins fara inn í sína stúku í gegnum íbúðarhús, og þegar þeir labba upp stiga og inn í stúkuna sjá þeir niður í garða þeirra sem búa alveg við leikvanginn. Talað er um völlinn sem þann versta í landinu fyrir stuðningsmenn mótherjana.

Bærinn Luton hefur í áratugi verið ákveðinn skotspónn og er reglulega á listum fjölmiðla yfir verstu staði Bretlands en stuðningsmenn vonast til þess að farseðill í ensku úrvalsdeildina geti breytt miklu.

Að komast upp í deildina eru verðmætustu verðlaun heimsfótboltans, gríðarlega háar upphæðir fyrir sjónvarpstekjur og einnig í fallhlífargreiðslur ef fall beint niður aftur verður niðurstaðan.

Árið 2009 féll Luton Town úr ensku deildakeppninni og könnun leiddi í ljós að 47% íbúa töldu að lífsgæði sín myndu skerðast ef atvinnufótbolti í bænum myndi leggjast af. Yfir helmingur íbúa sagðist tilbúinn að borga hærri skatta ef það myndi þýða að lífi yrði haldið í félaginu. Luton komst aftur upp í deildakeppnina 2014 og upp í Championship 2019.

Áætlanir eru um að reisa nýjan heimavöll fyrir Luton en hann verður aldrei klár fyrr en eftir nokkur ár. Erling Haaland, Harry Kane og aðrar stórstjörnur ensku úrvalsdeildarinnar gætu því heimsótt Kenilworth Road á næsta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner