Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 25. maí 2024 22:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Giroud skoraði í sínum síðasta leik - Fagnað með Pioli
Mynd: EPA

Það verða miklar breytingar á AC Milan í sumar en Stefano Pioli stýrði sínum síðasta leik sem stjóri Milan í kvöld.


Hann mun hætta með liðið og þá eru Olivier Giroud og Simon Kjær að yfirgefa liðið. Giroud, sem er á leið til Los Angeles FC, skoraði annað mark Milan í 3-3 jafntefli gegn botnliði Salernitana en Milan komst í 3-1 og Salernitana jafnaði með tveimur mörkum seint í leiknum.

Rafael Leao skoraði fyrsta mark leiksins og leikmenn Milan fögnuðu því marki innilega með Pioli.

Milan endar í 2. sæti en í 3. sæti er Juventus sem lauk leik í deildinni í dag með 2-0 sigri á Monza.

Juventus 2 - 0 Monza
1-0 Federico Chiesa ('26 )
2-0 Alex Sandro ('28 )
Rautt spjald: Alessio Zerbin, Monza ('90)

Milan 3 - 3 Salernitana
1-0 Rafael Leao ('22 )
2-0 Olivier Giroud ('27 )
2-1 Simy ('64 )
3-1 Davide Calabria ('77 )
3-2 Junior Sambia ('87 )
3-3 Simy ('89 )


Athugasemdir
banner