Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 25. júní 2022 18:10
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Fimleikafélagið 
Eiður um Sigurvin: Þetta er smá Yin og Yang blanda
Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Eiður Smári og Sigurvin Ólafsson stýra FH
Eiður Smári og Sigurvin Ólafsson stýra FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: FH-ingar.net
Eiður Smári Guðjohnsen tók við karlaliði FH á dögunum og gerði tveggja ára samning við félagið en hann ræddi aðeins við Orra Frey Rúnarsson í hlaðvarpsþættinum Fimleikafélagið í dag.

Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson voru látnir fara frá félaginu á fimmtudaginn í síðustu viku eftir 2-2 jafntefli við Leikni og gerðust hlutirnir hratt eftir það.



Eiður Smári var ráðinn aðalþjálfari og svar kynnt nokkrum dögum síðar að Sigurvin Ólafsson yrði aðstoðarmaður hans.

„Hratt eftir að ákvörðun var tekin með fyrrum þjálfarateymi þá skilst mér að ég hafi verið fyrsta símtalið. Ég tók vel í það og þekki mig aðeins hér eftir að hafa verið hérna fyrir tveimur árum. Tók smá tíma til að hugsa þetta og punktaði niður hjá mér hvernig ég sæi þetta, núna og til framtíðar. Við vorum nokkuð fljótir að komast að samkomulagi," sagði Eiður.

Hann er að koma þarna i annað sin en hann stýrði liðinu með Loga Ólafssyni sumarið 2020 er liðið hafnaði í 2. sæti deildarinnar.

„Já, það hjálpar til. Ég veit að hverju ég kem og þekki aðstæður, líður vel hérna og leið vel hérna. Þetta var ekki erfið ákvörðun, kominn heim innan gæsalappa."

„Það er ein fjölskylda sérstaklega sem er mikið tengd inn í félagið og þekki vel til þeirra allra. Fyrst og fremst þar sem FH býður upp á er þessi ótrúlega aðstaða miðað við það að vera á Íslandi. Það er mikill metnaður og við erum í smá lægð núna, meistaraflokkur karla, en þá er að finna út hvar vandamálin liggja og smám saman koma okkur aftur í fremstu röð."


Eru eins og Yin og Yang

Sigurvin var þjálfari KV og var þá aðstoðarmaður Rúnars Kristinssonar hjá KR, en hann þurfti ekki að hugsa sig lengi um áður en hann tók við aðstoðarþjálfarastarfinu hjá FH.

„Það fer af stað þegar viðræðurnar byrjuðu. „Ertu með einhvern aðstoðarþjálfara í huga?" Ég var ekki tilbúinn með teymi í næsta verkefni því þetta kom fljótt upp eins og þú sagðir, en ég heyrði að hugsanlega væri Sigurvin laus, eða ekki laus, heldur til í að taka þetta skref. Ég hringdi beint í hann og þekki vel til hans og þekki karakterinn. Við vorum saman í þjálfaragráðu fyrir rúmu ári eða tæpur tveimur árum síðan. Það heillaði mikið við það að við erum með svipaða sýn á fótbolta en mjög ólíkir karakterar. Hann er mjög skipulagður og ég meira með allt í hausnum. Þetta er smá Yin og Yang blanda sem er heillandi."

Eiður útskýrði hvernig þær væru með svipaða sýn en hann segir að þeir séu vel samstilltir.

„Hann þurfti að taka sína ákvörðun og sjá hvort það væri möguleiki að losna úr tveimur störfum í Vesturbænum, en það gerðst tiltölulega hratt og við þurftum ekki að tala lengi saman til að við værum með svipaða sýn og myndum keyra á þetta."

„Það er rosalega erfitt að útskýra. Þetta er samblanda að við sjáum hópinn á svipaðan hátt. Okkur finnst hann á þessum tímapunkti ekki í nógu góðu jafnvægi og erum yfirmannaðir í sumum stöðum. Við erum með mikið af eldri leikmönnum og ungum leikmönnum, vantar kannski þennan millialdur. Þetta eru allt hlutir sem við þurfum að setjast niður, en þegar ég tala um svipaða sýn þá er það inni á vellinum. Í þessari fyrstu viku ef við sjáum eitthvað sem þarf að lagfæra eða eitthvað gerist þá skiptir það ekki máli hvor okkar talar, ég var að hugsa það sama."

„Það gerðist í gær, hann stígur inn í, hvort sem það sé hlaupaleið eða hlaup án bolta eða velja réttu sendingu og ég hugsaði ég hefði sagt það nákvæmlega sama. Við erum 'in sync', ennþá alla vega. Það eru bara fimm dagar liðnir,"
sagði Eiður ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner