Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 25. júní 2022 18:32
Brynjar Ingi Erluson
Eigandi Chelsea fundaði með umboðsmanni Ronaldo
Todd Boehly
Todd Boehly
Mynd: EPA
Todd Boehly, eigandi Chelsea, fundaði með portúgalska umboðsmanninum Jorge Mendes á dögunum en Cristiano Ronaldo var meðal annars til umræðu. Hinn afar virti David Ornstein greinir frá þessu.

Ronaldo, sem er 37 ára, hefur áhyggjur af stöðu Manchester United og döprum sumarglugga félagsins en hann óttast að liðið geti ekki barist um titla á næstu leiktíð.

Hann er farinn að hugsa sér til hreyfings en Mendes bauð meðal annars þýska félaginu Bayern München að fá Ronaldo en það hafnaði tækifærinu þar sem launakröfur leikmannsins þóttu of háar.

Man Utd gerir ráð fyrir því að Ronaldo verði áfram á næsta tímabili en Chelsea er að skoða möguleikann á að fá hann.

David Ornstein hjá Athletic segir að Boehly hafi fundað með Jorge Mendes, umboðsmanni Ronaldo, í Portúgal og var þar rætt um möguleg félagaskipti Ronaldo til Chelsea.

Ekki liggur fyrir hvort Chelsea ætli sér að reyna við Ronaldo en Boehly er klárlega að skoða þann möguleika. Sóknarmaðurinn elskar United af öllu hjarta en hefur áhyggjur af stöðunni og gæti það hjálpað við að lokka hann til Chelsea.
Athugasemdir
banner