Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. júní 2022 15:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
The Athletic: Howard Webb verður yfirmaður dómaramála á Englandi
Mynd: Getty Images

Mike Riley hættir sem yfirmaður dómaramála á Englandi á næsta tímabili en þetta staðfesti hann í dag. Hann hafði gengt starfinu frá árinu 2009.


Það er maður með mikla reynslu úr enska boltanum sem mun taka við af Riley en samkvæmt heimildum The Athletic mun Howard Webb taka við.

Starfinu verður skipt í tvennt þar sem einn mun annars vegar vera yfir þjálfun dómara og einn vera yfirmaður nefndarinnar. Webb mun vera í því fyrrnefnda. Hann hefur gengt svipuðu starfi í MLS deildinni í Bandaríkjunum síðustu fimm ár.

Webb dæmdi í ensku úrvalsdeildinni frá 1998-2014, fyrstu þrjú árin sem aðstoðardómari.


Athugasemdir
banner
banner