„Bara virkilega ánægður með liðið, ánægður með stelpurnar“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-1 sigur á Val í toppslagnum fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Breiðablik 2 - 1 Valur
„Þetta var liðsheild og samvinna sem skóp þennan sigur. Við byrjuðum sterkt, komum okkur í góða stöðu og svo var það bara samvinna, vinnusemi og karakter sem að kláraði þetta“ sagði hann svo en Breiðablik kom sér upp fyrir Val með sigrinum í kvöld.
Aðspurður hvernig hann og hans lið hefðu lagt leikinn upp vildi hann ekki segja of mikið en sagði þó:
„Við finnum leiðir hvernig við getum sótt á þær og hvernig við þurfum að verjast þeim og auðvitað vildum við alltaf, allan daginn vinna þennan leik. Ég ætla ekkert að fara neitt nánar út í það.“
Blikar eiga næsta leik við Stjörnuna í bikarnum á laugardaginn, en hverju má búast við úr þeim leik?
„Það verður sturlaður leikur. Það verður mikil barátta og verður gríðarlega erfiður leikur og mikilvægur. Við þurfum að nota vikuna vel og koma dýrvitlausar í það verkefni.“
Viðtalið er hægt að sjá í spilaranum hér að ofan.