PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
   þri 25. júní 2024 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd hefur áhuga á miðjumanni PSG
Ugarte í baráttunni við Julian Alvarez.
Ugarte í baráttunni við Julian Alvarez.
Mynd: EPA
Manchester United hefur áhuga á Manuel Ugarte miðjumanni PSG. Sky Sports fjallar um það í dag.

United vill fá inn nýjan miðjumann í sumar og er Ugarte einn af þeim sem United skoðar þessa dagana. Ugarte er 23 ára Úrúgvæi, varnartengiliður, sem kom við sögu í 37 leikjum með PSG í vetur.

Hann var keyptur frá Sporting síðasta sumar og skrifaði undir samning fram á sumarið 2028. Hann er byrjunarliðsmaður í úrúgvæska landsliðinu og lék allar mínúturnar gegn Panama í 1. umferð riðlakeppninnar á Copa America.

Hinar stöðurnar sem enska félagið vill styrkja eru framherjastaðan og miðvarðarstaðan.

United er sem stendur í viðræðum við umboðsmenn Joshua Zirkzee og er enska félagið sagt tilbúið að greiða riftunanarverðið fyrir hollenska framherjann sem er hjá Bologna.

United er mest orðað við Jarrad Brantwaite en Everton vill fá of háa upphæð fyrir enska miðvörðinn. Leny Yoro, miðvörður Lille, er sömuleiðis orðaður við United en Real Madrid hefur einnig áhuga.
Athugasemdir
banner
banner
banner