

Guðmunda Brynja Óladóttir var að vonum kampakát eftir dramatískan sigur gegn Val í undanúrslitum Borgunarbikarsins í dag. Liðið lenti 0-2 undir en vann leikinn 3-2.
„Þetta var ótrúlega skemmtilegur leikur. Við sýndum mikinn karakter að koma til baka eftir að hafa lent 0-2 undir. Mér fannst við eiga seinni hálfleikinn en þær fyrri hálfleikinn."
Lið Selfyssinga var ólíkt sér í fyrri hálfleik og spilaði bara hreint ekki vel.
„Það var eitthvað sem vantaði hjá okkur, kannski eitthvað stress, en við sýndum þvílíkan karakter að koma til baka bæði eftir að hafa klúðrað vítinu og fá okkur 2 mörk. Við sýndum Selfosshjarta."
„719 manns mættu á Selfossvöll í dag og var Guðmunda ánægð með áhorfendurnar."
„Hlutlaust, þá held ég að við eigum bestu áhorfendur á Íslandi og það sýndi sig hér í dag"
Viðtalið við Gummu í heild sinni má sjá hér að ofan.
Athugasemdir