Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
   fim 25. júlí 2019 22:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Sigurður Heiðar: Hefndarsigur fyrir okkur
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknismenn gerðu sér góða ferð suður með sjó í kvöld þegar þeir heimsóttu þar heimamenn í Njarðvík á Rafholtsvellinum í 14. umferð Inkasso-deildar karla.

Fyrir leikinn í kvöld höfðu Njarðvíkingar ávalt haft einhver tök á Leiknismönnum en það átti eftir að breytast.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  2 Leiknir R.

„Ofboðslega sætt að klára þennan leik. Við vorum búnir að vinna tvö leiki fyrir þennan leik og ætluðum okkur að ná þriðja í röð og búnir að tapa þrem leikjum í röð gegn Njarðvík þannig þetta var virkilega sætt." Sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis eftir leikinn í kvöld.

„Við vorum rosalega duglegir og spiluðum mjög flottan fótbolta inn á milli. Völlurinn svolítið erfiður það var svona pínu erfitt að ná upp takti svona seinnipartinn þá var völlurinn orðinn mjög holóttur og leiðinlegur þannig boltinn skoppaði mikið en þá þurftum við svolítið að grafa djúpt í orkuna okkar og sigla þessu."

Leiknismenn hafa í síðustu viðreignum átt í erfiðleikum með Njarðvíkinga en það gerði þennan sigur bara sætari fyrir vikið.
„ Já klárlega. Þetta var svona hefndarsigur fyrir okkur því að við töpuðum fyrir þeim í fyrri umferðinni sem var mjög sárt tap þannig þetta er extra sætt að vinna hérna í dag."

Leiknismenn hafa núna sigrað þrjá leiki í röð og eru komnir uppfyrir Víkinga frá Ólafsvík í 4.sætið í bili en er hægt að segja að Leiknismenn séu að koma bakdyrameginn inn í toppbaráttuna?
„Já , þrír í röð og bara lítur ljómandi vel út en við ætlum að halda áfram, við erum bara með okkar plan og ætlum að halda því og byggja ofan á góðu hlutina hjá okkur."

Nánar er rætt við Sigurð Heiðar í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir