Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   fim 25. júlí 2019 22:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Sigurður Heiðar: Hefndarsigur fyrir okkur
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknismenn gerðu sér góða ferð suður með sjó í kvöld þegar þeir heimsóttu þar heimamenn í Njarðvík á Rafholtsvellinum í 14. umferð Inkasso-deildar karla.

Fyrir leikinn í kvöld höfðu Njarðvíkingar ávalt haft einhver tök á Leiknismönnum en það átti eftir að breytast.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  2 Leiknir R.

„Ofboðslega sætt að klára þennan leik. Við vorum búnir að vinna tvö leiki fyrir þennan leik og ætluðum okkur að ná þriðja í röð og búnir að tapa þrem leikjum í röð gegn Njarðvík þannig þetta var virkilega sætt." Sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis eftir leikinn í kvöld.

„Við vorum rosalega duglegir og spiluðum mjög flottan fótbolta inn á milli. Völlurinn svolítið erfiður það var svona pínu erfitt að ná upp takti svona seinnipartinn þá var völlurinn orðinn mjög holóttur og leiðinlegur þannig boltinn skoppaði mikið en þá þurftum við svolítið að grafa djúpt í orkuna okkar og sigla þessu."

Leiknismenn hafa í síðustu viðreignum átt í erfiðleikum með Njarðvíkinga en það gerði þennan sigur bara sætari fyrir vikið.
„ Já klárlega. Þetta var svona hefndarsigur fyrir okkur því að við töpuðum fyrir þeim í fyrri umferðinni sem var mjög sárt tap þannig þetta er extra sætt að vinna hérna í dag."

Leiknismenn hafa núna sigrað þrjá leiki í röð og eru komnir uppfyrir Víkinga frá Ólafsvík í 4.sætið í bili en er hægt að segja að Leiknismenn séu að koma bakdyrameginn inn í toppbaráttuna?
„Já , þrír í röð og bara lítur ljómandi vel út en við ætlum að halda áfram, við erum bara með okkar plan og ætlum að halda því og byggja ofan á góðu hlutina hjá okkur."

Nánar er rætt við Sigurð Heiðar í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner