Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   fim 25. júlí 2019 22:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Sigurður Heiðar: Hefndarsigur fyrir okkur
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknismenn gerðu sér góða ferð suður með sjó í kvöld þegar þeir heimsóttu þar heimamenn í Njarðvík á Rafholtsvellinum í 14. umferð Inkasso-deildar karla.

Fyrir leikinn í kvöld höfðu Njarðvíkingar ávalt haft einhver tök á Leiknismönnum en það átti eftir að breytast.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  2 Leiknir R.

„Ofboðslega sætt að klára þennan leik. Við vorum búnir að vinna tvö leiki fyrir þennan leik og ætluðum okkur að ná þriðja í röð og búnir að tapa þrem leikjum í röð gegn Njarðvík þannig þetta var virkilega sætt." Sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis eftir leikinn í kvöld.

„Við vorum rosalega duglegir og spiluðum mjög flottan fótbolta inn á milli. Völlurinn svolítið erfiður það var svona pínu erfitt að ná upp takti svona seinnipartinn þá var völlurinn orðinn mjög holóttur og leiðinlegur þannig boltinn skoppaði mikið en þá þurftum við svolítið að grafa djúpt í orkuna okkar og sigla þessu."

Leiknismenn hafa í síðustu viðreignum átt í erfiðleikum með Njarðvíkinga en það gerði þennan sigur bara sætari fyrir vikið.
„ Já klárlega. Þetta var svona hefndarsigur fyrir okkur því að við töpuðum fyrir þeim í fyrri umferðinni sem var mjög sárt tap þannig þetta er extra sætt að vinna hérna í dag."

Leiknismenn hafa núna sigrað þrjá leiki í röð og eru komnir uppfyrir Víkinga frá Ólafsvík í 4.sætið í bili en er hægt að segja að Leiknismenn séu að koma bakdyrameginn inn í toppbaráttuna?
„Já , þrír í röð og bara lítur ljómandi vel út en við ætlum að halda áfram, við erum bara með okkar plan og ætlum að halda því og byggja ofan á góðu hlutina hjá okkur."

Nánar er rætt við Sigurð Heiðar í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner