lau 25. júlí 2020 08:30
Aksentije Milisic
Man Utd ætlar ekki að framlengja lánssamninga Smalling og Sanchez
Mynd: Getty Images
Sagt er að Manchester United sé ekki tilbúið til þess að framlengja lánssamninga Chris Smalling og Alexis Sanchez en báðir spila þeir á Ítalíu.

Smalling er hjá Roma og Sanchez hjá Inter og ætlar United ekki að leyfa þeim að vera áfram á láni hjá þessum liðum á næsta tímabili og ekkert lengur heldur en núverandi samningur segir til um.

Báðir skrifuðu þeir undir eins árs lánssamning í júní í fyrra en þeir fá þó að klára tímabilið á Ítalíu en því lýkur í fyrstu vikunni í næsta mánuði.

Hins vegar getur hvorugur þeirra þá spilað í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar með sínum liðum því þeim er skylt að snúa aftur til Manchester borgar þegar deildarkeppninni lýkur.

Roma mætir Sevilla og Inter spilar gegn Getafe í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner