Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 25. júlí 2020 08:30
Aksentije Milisic
Man Utd ætlar ekki að framlengja lánssamninga Smalling og Sanchez
Sagt er að Manchester United sé ekki tilbúið til þess að framlengja lánssamninga Chris Smalling og Alexis Sanchez en báðir spila þeir á Ítalíu.

Smalling er hjá Roma og Sanchez hjá Inter og ætlar United ekki að leyfa þeim að vera áfram á láni hjá þessum liðum á næsta tímabili og ekkert lengur heldur en núverandi samningur segir til um.

Báðir skrifuðu þeir undir eins árs lánssamning í júní í fyrra en þeir fá þó að klára tímabilið á Ítalíu en því lýkur í fyrstu vikunni í næsta mánuði.

Hins vegar getur hvorugur þeirra þá spilað í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar með sínum liðum því þeim er skylt að snúa aftur til Manchester borgar þegar deildarkeppninni lýkur.

Roma mætir Sevilla og Inter spilar gegn Getafe í Evrópudeildinni.
Athugasemdir