Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mán 25. júlí 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Hefði viljað gera betur fyrir Víking - „Ég var ekkert að stressa mig í fyrra"
Kristall Máni Ingason
Kristall Máni Ingason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kristall Máni Ingason, leikmaður Víkings, mun kveðja félagið þann 1. ágúst og halda út til norska félagsins Rosenborg, en segir að hann hefði viljað gera meira fyrir félagið.

Rosenborg og Víkingur komust að samkomulagi um kaup og sölu á Kristali fyrr í þessum mánuði, en með því skilyrði að hann myndi spila með Víkingi út mánuðinn.

Hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á TNS frá Wales í fyrri leik liðanna í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu og verður þá einnig með liðinu í síðari leiknum sem fer fram í Wales á morgun.

Það er þá ekki útilokað að hann spili með Víkingi gegn Stjörnunni á laugardag sem yrði hans síðasti leikur fyrir félagið.

Kristall segist ekki hafa verið að flýta sér út í atvinnumennsku á síðasta ári og ákvað að taka annað tímabil með liðinu.

„Já, ég tók þarna tímabil með Víkingi því ég var spenntur fyrir þessum leikjum í Meistaradeildinni og Sambandsdeildinni. Ég var ekkert að stressa mig í fyrra því mér fannst ég ekki gera nógu vel og ég ákvað að reyna að gera betur í ár og ég myndi segja að það hafi tekist vel."

„Manni langar alltaf í meira og hefði viljað geta gert aðeins betur fyrir Víking, en svona er þetta,"
sagði Kristall við Fótbolta.net.

Auðveldara að fara út núna

Kristall fór ungur að árum til FCK frá Fjölni en snéri aftur heim í Víking á láni áður en félagið fékk hann alfarið á síðasta ári. Hann segist hafa lært ýmislegt, en að staðan sé önnur núna.

„Þetta er allt annað, Rosenborg og FCK, en núna er maður með aðalliðinu og það verður töluvert auðveldara. Þarf að reyna að læra tungumálið sem fyrst en það er bara að læra norskuna."

Hann ætlar að klára þetta með stæl gegn TNS, skora og vinna leikinn.

„Ég set eitt út í Wales og klára þetta almennilega með sigri," sagði Kristall í lokin.
Kristall Máni: Gat ekki verið léttara
Athugasemdir