Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 25. júlí 2022 19:05
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Sárt tap Norrköping - Trelleborg í góðri stöðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Trelleborg

Arnór Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason voru í byrjunarliði Norrköping sem tapaði heimaleik gegn Gautaborg í sænska boltanum í dag.


Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn af bekknum á 60. mínútu en tókst ekki að breyta stöðunni þrátt fyrir mikla yfirburði heimamanna.

Norrköping var marki undir eftir nokuð jafnan fyrri hálfleik en það er með ólíkindum að liðinu hafi ekki tekist að setja jöfnunarmark eftir leikhlé. Íslendingaliðið sótti án afláts en Warner Hahn átti stórleik á milli stanga Göteborg á meðan hinn efnilegi Adam Ingi Benediktsson sat á bekknum og horfði.

Norrköping er sex stigum frá fallsvæðinu eftir þetta tap á meðan Gautaborg er í efri hlutanum, sex stigum frá toppbaráttunni.

Norrköping 0 - 2 Göteborg
0-1 Simon Thern ('40)
0-2 Kevin Yakob ('94)

Óskar Tor Sverrisson spilaði þá fyrstu klukkustundina í tapi Varberg gegn Hammarby. Jón Guðni Fjóluson hefur verið að glíma við meiðsli og var ekki í leikmannahópi Hammarby.

Hammarby er í fjórða sæti eftir sigurinn, þremur stigum eftir toppliði Djurgården og með leik til góða. Varberg er í neðri hlutanum, fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Að lokum lék Böðvar Böðvarsson allan leikinn er Trelleborg lagði Skovde að velli í B-deildinni.

Böðvar var í vinstri bakverði og var partur af sannfærandi sigri Trelleborg sem lenti undir í fyrri hálfleik. 

Böddi og félagar eru í 5. sæti deildarinnar, aðeins einu stigi eftir Brage í 2. sæti eftir þennan sigur.

Varberg 0 - 3 Hammarby
0-1 G. Ludwigson ('16)
0-2 G. Ludwigson ('20)
0-3 N. Besara ('65) 

Trelleborg 2 - 1 Skovde
0-1 Cooper Love ('32)
1-1 N. Mortensen ('47)
2-1 H. Offia ('52)


Athugasemdir
banner
banner