Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. ágúst 2019 09:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mynd: VAR dæmdi mark Ronaldo ólöglegt
Mynd: Getty Images
Juventus vann í gær fyrsta leik sinn í Seríu A þegar liðið lagði Parma að velli 0-1 í fyrstu umferð deildarinnar.

Giorgio Chiellini, fyrirliði Juve, skoraði eina mark leiksins eftir misheppnað skot Alex Sandro eftir hornspyrnu.

Cristiano Ronaldo skoraði annað mark liðsins en VARsjá dæmdi markið ólöglegt þar sem höfuð Ronaldo var í rangstöðu.

Matthijs de Ligt var ónotaður varamaður hjá Juventus og Aaron Ramsey var ekki í hópnum hjá Ítalíumeisturunum. Þá var Maurizio Sarri, stjóri liðsins, ekki á hliðarlínunni vegna veikinda.
Athugasemdir
banner
banner