
Lestu um leikinn: Grótta 2 - 2 Þróttur R.
„Að sjálfsögðu er ég vonsvikinn. Byggt á síðustu 10 mínútunum þá er ég kannski örlítið feginn að við höfum ekki fengið á okkur klaufalegt mark úr föstu leikatriði af því að þeir voru að henda öllu inn á teiginn okkar í lokinn en fyrir utan það stjórnuðum við leiknum. Við getum sjálfum okkur um kennt að við höfum ekki fengið stigin þrjú“ hélt hann svo áfram.
Aðspurður hvort hann hafi verið sáttur með frammistöðu síns liðs í leiknum segir hann:
„Sáttur á köflum. Þú sást byrjunina á leiknum, við stjórnuðum honum bæði með og án bolta. Þetta var líklega ein besta byrjun á leik hjá okkur í sumar, við sköpuðum mikið af færum og varnarlega stjórnuðum við þeim frekar auðveldlega. Þegar við skoruðum seinna markið þá var eins og leikurinn væri búinn en því miður fyrir okkur voru 60 mínútur eftir af leiknum og í þessar 60 mínútur vorum við ekki nóg og góðir.“
Viðtalið við Chris má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.