Spænska félagið Girona, sem reyndist spútnik lið síðustu leiktíðar í La Liga, er búið að kaupa inn nýjan kantmann sem á að leysa hinn brasilíska Savinho af hólmi á tímabilinu.
Girona er meðal annars búið að missa Artem Dovbyk og Savinho frá sér í sumar og vonast til að nýju leikmennirnir sem hafa verið keyptir inn séu hæfir til þess að fylla í þessi stóru skörð.
Girona borgar um 20 milljónir punda til að kaupa kólumbíska kantmanninn Yáser Asprilla til sín úr röðum Watford.
Asprilla er 20 ára gamall og var valinn sem besti ungi leikmaður síðustu leiktíðar hjá Watford, þar sem hann kom að 14 mörkum í 47 leikjum.
Það verður erfitt fyrir Asprilla að fylla í skarðið sem Savio skildi eftir, en þessi ungi kantmaður þykir gríðarlega efnilegur og hefur nú þegar skorað 2 mörk í 6 A-landsleikjum fyrir Kólumbíu þrátt fyrir ungan aldur.
¡Vamos con toda, Yáser! ¡A ganar! ???????????? pic.twitter.com/AWDOYAqt5Y
— Girona FC (@GironaFC_ES) August 23, 2024
Athugasemdir