Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
   sun 25. ágúst 2024 10:20
Ívan Guðjón Baldursson
Ipswich borgar 15 milljónir fyrir O'Shea - Ellefti inn í sumar
Mynd: Burnley
Ipswich Town nýliðar ensku úrvalsdeildarinnar eru að festa kaup á miðverðinum Dara O'Shea sem kemur til félagsins úr röðum Burnley.

O'Shea er búinn að standast læknisskoðun hjá Ipswich og verður ellefti leikmaðurinn sem nýliðarnir fá til sín í sumar, en kantmaðurinn Jack Clarke var kynntur til leiks í gær sem tíundu kaup sumargluggans.

Ipswich borgar um 15 milljónir punda fyrir O'Shea sem er byrjunarliðsmaður í liði Burnley og spilaði 33 úrvalsdeildarleiki er liðið féll á síðustu leiktíð.

Liam Delap, Omari Hutchinson og Jacob Greaves eru meðal leikmanna sem Ipswich er búið að kaupa inn í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner