Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 25. september 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Allt undir í lokaumferðinni
Víkingur getur orðið Íslandsmeistari í dag
Víkingur getur orðið Íslandsmeistari í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferð Pepsi Max-deildar karla fer fram í dag. Bikar er í boði og koma tveir áfangastaðir til greina, Víkingsvöllur eða Kópavogsvöllur.

Staðan fyrir lokaumferðina er þannig að Víkingur R. er á toppnum með 45 stig á meðan Breiðablik er í öðru sæti með 44 stig.

Víkingur spilar heimaleik við Leikni en gestirnir hafa ekki enn unnið útileik á tímabilinu. Breiðablik spilar á meðan við HK í nágrannaslag á Kópavogsvelli.

Þrjú lið berjast þá fyrir lífi sínu í deildinni. Fylkir er fallið í Lengjudeildina en ÍA, HK og Keflavík berjast öll fyrir lífi sínu.

ÍA er í fallsæti með 18 stig en HK er í 10. sæti með 20 stig og þá er Keflavík með 21 stig í 9. sæti. Keflavík og ÍA mætast á HS Orkuvellinum.

Leikir dagsins:

Pepsi Max-deild karla
14:00 KA-FH (Greifavöllurinn)
14:00 Stjarnan-KR (Samsungvöllurinn)
14:00 Fylkir-Valur (Würth völlurinn)
14:00 Víkingur R.-Leiknir R. (Víkingsvöllur)
14:00 Breiðablik-HK (Kópavogsvöllur)
14:00 Keflavík-ÍA (HS Orku völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner